Kjölur á réttum kili

07 des 2009 23:25 #1 by Orsi
Fínar myndir í hvívetna.

Þrátt fyrir óskaplegt kossaflens í aðdraganda þessa viðburðar komust allir heilir frá vettvangi.

En þetta gekk að mér fannst ljómandi vel. Kjalarliðar voru áhugasamir fram í fingurgóma og jafnvel lengra. Umfram allt var þetta skemmtilegt. Ógleymanlegur leiksigur hjá Herði og Lárusi á fórnarlambabátnum víðfræga.

Við þurfum endilega að bjóða þeim aftur þessum hressu krökkum, annaðhvort í laugina eða á sjó.

Ps. Maggi var eitthvað að skamma mig í upphafi. Rak mig upp úr og ég veit ekki hvað. :blush: :blush:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2009 18:45 #2 by Rúnar
Anna Filbert þakkar kærlega fyrir æfinguna og segir að bæði krakkar og gamlingjar hafi haft gott af henni. Fleiri myndir er að finna á vef sveitarinnar:

www.bjsvkjolur.is - veljið myndir og 2009

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 des 2009 03:45 #3 by Rúnar
Tæplega tugur ungliða úr Björgunarsveitinni Kili mætti á sérstaka aðventukayakkynningu hjá klúbbnum í gær, laugardaginn 4. desember. Örlygur Steinn Sigurjónsson og Magnús Sigurjónsson (þeir eru ekki bræður þó þeir séu sláandi líkir) stjórnuðu kynningunni af mikilli röggsemi. Ungliðarnir prófuðu allir að steypa bátunum á rangan kjöl og skjóta sér út úr þeim. Þeim var þar að auki gert að sýna þekkingu og skilning á helstu lögmálum félagabjörgunarinnar en fram kom hjá Örlygi að til þess að hún takist vel þurfi björgunarmenn að halda ró sinni sama hvað á gengur, tala af yfirvegun til fórnarlambsins og spyrja það, áður en taki er sleppt á fórnarlambsbátnum, hvort ekki sé örugglega í lagi. Gott er ef horft er djúpt í augunum á þeim þegar þessarar lykilspurningar er spurt.

Að þessu sinni þurfti enginn að fá heitt kakó eða ullarhúfu á höfuð eftir volkið enda ágætur hiti í innilauginni. Ungliðunum gafst þar að auki kostur á að prófa alvöru sjókayaka og fengu tilsögn í róðratækni.

Hugmyndin að kynningunni kviknaði í haust eftir að Kjölur sá um gæslu í Hvammsvíkurmaraþoninu í þúsundasta skipti eða svo. Kayakklúbburinn þakkar ungliðunum í Kili fyrir skemmtilegan dag og við vonumst til að sjá einhver þeirra á sjó innan tíðar.

Hér má sjá myndir af æfingunni:

picasaweb.google.com/runar.palmason/Kjol...v1sRgCNT2t_yZzIzEKA#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum