Þetta var afskaplega eftirminnileg björgunaræfing. Kalli Geir fékk skyndilega aðsvif
og við vissum ekki fyrr en hann var dottinn úr bátnum, sjálfur fimm stjörnu ræðarinn. Svo virtist sem hann væri a.m.k. meðvitundarlaus, ef ekki dauður. Sem betur fer var hann lifandi en nú stóðum við Örlygur, Anna og Elín Marta
frammi fyrir því verkefni að koma honum aftur um borð í bátinn og draga að landi.
Það tók töluverðan tíma að koma honum um borð og ekki tókst betur til en svo að Kalli endaði á maganum í bátnum.
Jeff Allen var ekki mjög imponeraður
og benti á að erfitt gæti verið að beita hjartahnoði, þyrfti þess við, á mann sem lægi á grúfu.
En hvað um það. Fyrst í stað studdum við Örlygur við Kallabát en Elínu Mörtu og Önnu Maríu var ætlað að draga okkur þrjá að landi.
Það gekk heldur hægt og endaði með því að Jeff benti okkur Örlygi á að e.t.v. færi betur á því að við, karlmennirnir í björgunarsveitinni, drægjum konurnar og meðvitundarlaust fórnarlambið.
Sem við gerðum. Heldur jókst hraðinn að landi við þetta, eins og vonlegt var, og Kalla var örugglega sama um félagsskapsbreytinguna.
Það er eins og minni að Jeff hafi einnig gert athugasemd við dráttaraðferðina, þ.e. að við höfum fyrst stillt flekanum upp sem V, þ.e. en ekki í línu. Kannski að Örlygur muni:ohmy: þetta betur.