Frægir menn og annað dýralíf

31 des 2009 00:43 #1 by Páll R
Enn af frægum mönnum, sem komnir eru á bók. Blaðaði í ljósmyndabók Thorstens Henning í bókabúð í dag og leit þar Gumma Breiðdal og að auki straumvatnsmann, gæti heitið Bragi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2009 21:08 #2 by Sævar H.
Kalli Geir seigur að lifa þetta af. Þvílík meðferð á Kalla Geir. Hann hefði átt skilið að fá fimm stjörnu koníak á eftir þessu afreki...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/09 14:15

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2009 19:57 #3 by Rúnar
Þetta var afskaplega eftirminnileg björgunaræfing. Kalli Geir fékk skyndilega aðsvif :sick: og við vissum ekki fyrr en hann var dottinn úr bátnum, sjálfur fimm stjörnu ræðarinn. Svo virtist sem hann væri a.m.k. meðvitundarlaus, ef ekki dauður. Sem betur fer var hann lifandi en nú stóðum við Örlygur, Anna og Elín Marta :kiss: frammi fyrir því verkefni að koma honum aftur um borð í bátinn og draga að landi. :blink: Það tók töluverðan tíma að koma honum um borð og ekki tókst betur til en svo að Kalli endaði á maganum í bátnum. :silly: Jeff Allen var ekki mjög imponeraður :evil: og benti á að erfitt gæti verið að beita hjartahnoði, þyrfti þess við, á mann sem lægi á grúfu.:pinch: En hvað um það. Fyrst í stað studdum við Örlygur við Kallabát en Elínu Mörtu og Önnu Maríu var ætlað að draga okkur þrjá að landi. :kiss: :woohoo: Það gekk heldur hægt og endaði með því að Jeff benti okkur Örlygi á að e.t.v. færi betur á því að við, karlmennirnir í björgunarsveitinni, drægjum konurnar og meðvitundarlaust fórnarlambið. :ohmy: Sem við gerðum. Heldur jókst hraðinn að landi við þetta, eins og vonlegt var, og Kalla var örugglega sama um félagsskapsbreytinguna. :kiss: Það er eins og minni að Jeff hafi einnig gert athugasemd við dráttaraðferðina, þ.e. að við höfum fyrst stillt flekanum upp sem V, þ.e. en ekki í línu. Kannski að Örlygur muni:ohmy: þetta betur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2009 00:11 #4 by Páll R
Klikaði myndin, reyni aftur.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2009 00:09 #5 by Páll R
Fyrir fáeinum dögum blaðaði ég í Ocean Paddler Magazine á vefsíðu tímaritsins. Þar í öðru tölublaðinu sá ég ekki betur en Rúnar væri í forgrunni á mynd á bls 55, þar sem Jeff Íslandsvinur Allen fjallaði um \&quot;uppákomustjórnun\&quot; eða bara \&quot;uppistand\&quot;. Hugsanlega má greina Örlyg þar aftar á myndinni. Er þetta rétt?
Vefsíðan er www.oceanpaddlermagazine.com/issue-index.html. Þetta er nokkuð áhugavert blað og eru nokkur heftin aðgengileg á vefsíðunni.

Ég hef annars hangið þurr síðustu vikur. Bætti ég úr því í blíðviðrinu seinni partinn í gær. Rakst þá á þennan pattaralega kobba skammt frá aðstöðu okkar við Geldinganesið. Var hann lítt uppnæmur fyrir truflun af minni hálfu og leyfði mér að mynda sig í bak og fyrir. Læt eina fylgja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum