Sá fáheyrði atburður átti sér stað i dag að félagsróður féll niður sökum fámennis og helv.kuldadrullu sem herjaði um höfuðstöðvarnar. Mættir voru Magnús þó ekki til að róa heldur kom hann með snyrtilega viðgerðan bát Þorsteins sem laskaðist i falli ofan af bíl fyrir stuttu, báturinn var sem nýr og til i hvað sem er, Þorsteinn var mættur til að taka við bátnum og undirritaður. Eitthvað var kuldalegt um að litast frost og rok sem er ekki neitt æðislega freistandi að fara út i þegar hinn valkosturinn er að fara bara heim aftur. Við áttum því fínasta spjall um BCU, Wales og stóru nöfnin i sporinu, létum það bara duga að sinni. Það er vissulega sjaldgæft að hinir ötulu og óþreytandi félagar komi ekki til róðrar en væntanlega eru menn hlekkjaðir við moppur og ryksugur vegna komu jólanna sem setja allt eðlilegt líf i uppnám, enn er þó möguleiki á að bæta upp tapið i gamlársdags róðrinum. Ég vil því nota tækifærið og óska mönnum og konum gleðilegra jóla og þakka fyrir marga góða og lærdómsríka róðra á liðnu ári. kv.lg