Félagsróður 2. í jólum

29 des 2009 16:15 #1 by Sævar H.
Þetta er orðin heilmikil umræða vegna smá
róðrarferðar þeirra Sveins Axels og Inga á annan dag
jóla.
Nokkur vindgjóla reyndi á og kældi annan í sjó.
En Korkurinn er svona tæki þar sem umræður geta
undið uppá sig.
Ekki dettur mér í huga að þeir kappar hafi verið í
hættu staddir í þessum róðri- þaulvanir ræðarar.
En tækifærið til alhliða hugleiðinga var ágætt. Því
hefur þessi þráður orðið fyrirferðarmikill.

Ég er að horfa hér á forláta bikar þar sem á skilti
stendur „ Kayakklúbburinn. Besta ástundun í róðri
frá Geldinganesinu 2005 . Sævar Helgason“
.

En þetta var einmitt árið sem ég gerði langtíma
tilraun á hversu lengi ég héldi út í vondu veðri.
Ég komst að því að í 20 m/sek væri úthaldið 1 ½ klst
í róðri án hvíldar- fyrir mig .
Ég var alltaf einn við þessar prófanir- vildi ekki
leggja þetta á nokkurn mann.
Vindmælir var með í för.

Og ástæðan : Um sumarið lá fyrir langur róður fjarri
strönd á löngum kafla.
Þessi mæling og þjálfum skilaði sér um sumarið...

En af því minnst er á ferðasögur hér að framan og
gildi þeirra þá fletti ég uppá ferðaspjallinu sem
tengdist hringferðinni hans Gísla H. Friðgeirssonar.
Það eru komar tæplega 31 þúsund heimsóknir á
vefinn.
Einhverjir hafa gaman af ferðasögum kaykamanna og það er gott..

En nú læt ég staðar numið.

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir þau gömlu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2009 05:52 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 2. í jólum
Það er gott mál að fræðast sem mest um veðrið og þau fræði sem liggja á bak við veðurspár.

En til að taka af alla vafa, þá kom veðrið okkur ekki á óvart, bæði www.vedur.is og eins www.belgingur.is vorum með þessa vindspá í sínum kortum.

Við félagarnir rérum og höfðum gaman að, völdum leið m.t.t. vinds og öldu. Við fórum meðal annars ekki vestur fyrir Viðey, út frá öryggissjónarmiðum, þar sem við vorum aðeins tveir og ölduhæðin ágæt.

Við ákváðum að róa, þrátt fyrir að töluverður vindur hafi verið í kortunum, enda erum við í skjóli á sundunum og áttum alltaf kost á landtöku með allri ströndinni.

Vissulega tekur það að róa á móti sterkum vindi, en það er hluti af kayakróðri að spreyta sig við mismunandi aðstæðum allt eftir getu hvers og eins. Menn verða ekki góðir ræðarar af því einu að stúdera einhver fræði eða lesa ferðasögur annara, þó svo að það sé nauðsynlegt með róðrinum.<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/12/28 21:54

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2009 02:27 #3 by Sævar H.
Góð yfirferð hjá Gísla H.F. Takk fyrir það.
Fyrir um þremur árum fékk Kayakklúbburinn Harald
Ólafsson, veðurfræðiprófessor til að halda
fyrirlestur um veðurfræði sem gæti nýst kayakfólkinu
til sjálfshjálpar í veðurspám- til viðauka við
Belging og Veður .is.
Þetta var afburða fyrirlestur hjá Haraldi.
Spekin sem þar var sett fram hefur komið
mér að miklu gagni við að leggja eigið mat á
veðurútlit og sjávarástand- til a.m.k sólarhrings
fram í tímann.
Og það sem meira er - mér hefur farið fram við þessa
list frá ári til árs, þökk sé Haraldi veðurfræði-prófessor.
Oft hef ég gerst svo leiðinlegur hér á Korkinum að
benda mönnum sem voru að leggja í sjóferð- á
slæmt útlit...og ég hef hætt við þátttöku í ferðum
vegna þessa spádóma ... ég hef reynst sannspár.

Eins og Gísli H.F. bendir á þá var gríðarlega mikið
vindský yfir Esjunni í gær. Þetta vindský var ávísun
á það sjóveður sem félagar okkar eyddu öllum sínum
kröftum í að yfirvinna. Haraldur veðurfræðiprófessor
gerði einmitt þessu veðurmerki glögg skil. Gott er að
kunna að velta sér hægri- vinstri. Bjarga félaga sem
veltur eða taka annan í tog. En að tileinka sér
fróðleik um veður og strauma,botnlag og grynningar
sjávarins er gulli betra.
Hörmulegt sjóslys við Skrúð utan Vattarness gerist
einmitt á grynningum þegar mikill straumur er á ferð.
Banvæn alda skrúfast upp á augabragði- í stilltum sjó.

Ég mæli með að Kayakklúbburinn fá Harald
veðurfræðiprófessor til að halda fyrirlestur í
svipuðum dúr og fyrir þremur árum-nú á útmánuðum.:P

Kveðja, Sævar H.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/11 23:40
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 des 2009 00:24 #4 by Gíslihf
Þetta var góð frásögn um róður við erfið skilyrði og Ingi er góður sögumaður eins og títt er um sjómenn frá Eyjum og þegar Ingi er orðinn dofinn mundu flestir aðrir vera nær kalnir á höndum.

NA-áttin hefur legið sem oftar út úr Hvalfirði og sveigt svolítið yfir Kjalarnesið þannig að vindstrengurinn hefur náð í vesturenda Viðeyjar, það er algengt en oft liggja þessi skil við Engey eða milli eyjanna. Annar hluti loftmassans kemur svo yfir Skálafell gæti ég trúað og rennur niður og vestur með Esjunni og niður Mosfellsdalinn út Álfsnesið og Leiruvoginn. Þessir vindstrengir mætast svo úti á sundunum þannig að þar virðist vera tvíátta og við róum milli vindstrengja.

Það er þó eitt sem krefst e.t.v. betri skýringar í þetta sinn. Það er að veður var „fínt hægur vindur“ á útleið en „vindsperringur --- ekki minni en 20 m/s „ á sömu slóðum á bakaleið nálægt Fjósaklettum. Skýringin á þessu kanna að vera fjallabylgja frá Esjunni. Mér varð litið til Esjunnar í gærmorgun þegar þið félagar voruð líklega komnir á sjó og það var á henni kúfur sem er þar oft í norðanátt. Það er merki um loft sem streymir hratt upp af norðurhlíðum fjallsins og ef við sæjum strauminn þá gæfi að líta foss þar sem þetta sama loft steypist niður hér sunnan megin við Esjuna og svo aftur upp. Þetta er eins og kaðall sem við tökum í endann á og sveiflum upp og niður og búum til bylgjur á, en ölduhæðin minnkar fljótt. Svona öldudalur í fjallabylgjunni getur af og til náð niður á sjóinn og rifið í nokkra kayakræðara, svo lyftist botninn aðeins og aftur verður stillt á sjónum en rokið er áfram hátt uppi í loftinu ofan við okkur. Ég er ekki menntaður í þessum fræðum og ágætt væri að fá faglega umsögn veðurfræðings um þetta efni.

Að lokum: Ég valdi það í hringróðrinum að hafa árina alltaf krækta í sjálfan mig og það reyndist vel. Dráttarlínuna festi ég við bátinn þegar mér fannst hætta á að geta orðið viðskila við hann úti á sjó og var hún þá í raun öryggislína. Einnig húkkaði ég línunni í band sem fest var í dekklínu við stefnið áður en líkur voru á að „mér skolaði í land“ í brimlöðri , það reyndist vel og um leið og ég hafði sand undir fótum gat ég dregið bátinn til mín með dráttarlínunni, en lítið þarf til að hún flækjast í fótum manns.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2009 08:36 #5 by palli
Naglar eruð þið drengir. Almennilegur róður atarna.

Hér er alveg skólabókardæmi um hve korkurinn getur verið góður vettvangur fyrir reynslusögur.

Að reyna að elta fjúkandi bát í miklu roki getur verið sérdeilis erfitt, það er alla vega mín reynsla. Hann fer alveg fáránlega hratt yfir. Svo þegar þú ert loks búinn að ná bátnum og húkka í hann, þá er að tomma til baka, beint upp í vindinn til félagans sem varð viðskila. Ætli sé ekki best að fá manninn í sjónum klofvega aftan á hjá sér og koma sér svo í land eða á eftir bátnum, eftir aðstæðum.

Muna svo eftir gamlársróðrinum. Þ.e. ef ekki verður allt frosið fast, spáin er alla vega fremur kuldaleg næstu daga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2009 06:24 #6 by Sævar H.
Að húkka dráttarlínunni í bátinn hlýtur að krefjast
mikillar varkárni.
Hún má enganveginn vera föst í geymslupokanum (læst
inni) nema úti sé nægjanlegur slaki til að losun úr
bátnum verði hindrunarlaus.
Of lítill slaki og föst lína getur hæglega læst menn
inni í bátnum- á hvolfi.
Að festa bátinn við sig með líflínu krefst mikillar
vandvirkni og athugunar við...
Þennan þátt hef ég hugleitt lengi um árin , en einn á
ferð getur þetta skipt sköpum.
Gísli H.F. gerði þetta að forgangsmáli á sinni
hringferð...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2009 03:43 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 2. í jólum
Eftir á að hyggja þegar sú hýpótesa er skoðuð að missa frá sér bátinn í sundinu á milli Viðeyjar og Gufuness, þá hefði best verið að Sveinn færi og sækti hann. Síðan bíður hann eftir mér sem rekur hægar í áttina að honum. Þá er félagabjörgun. En nokkur atriði sem hafa verður í huga. Árin verður að vera föst í mann eða bát. Pumpa verður að vera til staðar.
Rétt hjá Magga og Gumma að festa sig við bátinn með dráttarlínu eða halda í hann(munið að fingur eru dofnir) Þar sem það voru 20 eða 30m í land undan vindi þá lét ég mig bara reka á eftir honum og fór svo í hann í fjörunni. Sveinn var þá kominn til mín, svo að þið getið ímyndað ykkur hve hvasst var því hann var kominn í fjöruna við gámana.

Annað atriði er að við svona aðstæður er betra að hafa félaga sem maður getur 100% treyst á. Þá einbeitir maður sér að því sem máli skiptir og það er að halda sér á floti. Sveinn er einn sá öflugasti sem ég þekki svo að ég þurfti nú ekki að hafa áhyggjur af honum.<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/12/26 19:48

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2009 01:16 #8 by Gummi
Þetta hefur verið hörku róður hjá ykkur, en ég öfundaði ykkur ekkert þegar ég var á leið í heimsókn í Grafarvogin um sviðpað leyt og æfingin átti sér stað.
Í straumvatninu lærir maður fljótt að sleppa hvorki bátnum né árini ef maður lendir á sundi,því þá kemst maður ekki heim hjálparlaust og mér sýnist á öllu að það eigi einnig við um sjóbátana.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 23:40 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 2. í jólum
Þetta var einn þeim róðrum, þegar maður hugsar með sér.-, núna tekur maður fram hlaupaskóna, þegar við börðumst hvað mest á móti rokinu. Pumpan sló hratt í mestu átökunum.

Svo að ég svari spurningunni hans Sævars, þá er alltaf hægt að taka félagabjörgun, en að sjálfsögðu verður að vera til staðar bæði maður og bátur. Ef bátinn vantar, þá er best að fá félagann á afturdekkið. Spurning að æfa það einhvern tíma í sæmilegri öldu.

Það var rétt við öldurótið við gömlu bryggjuna við Áburðaverksmiðjuna, þar sem maður gat ekki snúið sér og litið til baka, en ég var jafnan aðeins á undan Inga. En þetta var frábær æfing í low brace, eins og að sitja hverja aðra ótemju.

Hvað varðar veltuæfingarnar í lokin, þá er afar mikilvægt að við lítum til með hvor öðrum. Ég var kominn í land þegar ég tók eftir að Ingi stundaði sjósundið af kappi. Réri strax til hans, en hann kom sér sjálfur í bátinn, enda alvanur kappi þar á ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 22:59 #10 by maggi
Hörku róður hjá ykkur , við svona slæmar aðstæður er líka gott að húkka dráttarlínuni í bátinn þannig að ef menn lenda á sundi þá missa þeir ekki bátinn frá sér.
Þetta kenna þeir orðið í straumröstunum í Vales.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 22:11 #11 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 2. í jólum
Við ræddum þetta við Sveinn í hlýjunni við blásarann og komumst að þeirri niðurstöðu að hvorugur hefði getað gert neitt af viti en það var fínt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum. Ég sé að það er næstum útilokað að hvolfa við svona aðstæður ef menn eru sæmilega vanir sínum bát. Ef aðstæður hefðu verið óviðráðanlegar var alltaf hægt að slá undan og koma sér í skjól. Veltuæfingar sem klikkuðu við land þar sem lítil hætta var á ferðum en samt gerð í þeim tilgangi að upplifa þesskonar við slæmar aðstæður. Allir sem róa eitthvað á kayak ættu að víkka út reynslu sína við aðstæður þar sem hægt er að nota plan B ef illa fer.
En Sævar rétt hjá þér að fá þessa umræðu í gang.<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/12/26 14:12

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 21:56 #12 by Sævar H.
:P

Takk fyrir sjóferðasöguna.
Ég leit á aðstæður þarna skömmu eftir hádegi.
Ég hef sjaldan séð ástandið jafn slæmt þarna og núna í
norðanáttinni.
Meira segja var ekkert hlé \&quot;skjólmegin\&quot; við
Geldinganesið-allt hvítfissandi.
En spurning: Ef þú hefðir velt á sundinu milli
Viðeyjar og lands og farið á sund- hefði félagabjörgun
verið gerleg.
Báturinn fokinn burt og ískalt hafrótið hraðkælandi.
Að hanga á skut eða stefni hjá Sveini- hefði verið úrræði - að landi ?
Nú er gott að fá nýbakaða lífsreynslu við hættulegar
aðstæður-á borðið...Ingi, koma svo..<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/26 14:12
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 21:27 #13 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 2. í jólum
Hafi tilgangur þessa jólamorgunsróðurs verið að brenna nokkrum kaloríum þá verður að segjast að það tókst mjög vel. Við vorum tveir sem lögðum í hann í rauðabítið í morgun sem er um kl 10 leytið á þessum stutta birtutíma sem telst vera dagur skv. dagatali. Veður var fínt hægur vindur og hiti rétt undir frostmarki. Við hléldum í vestur á íslausan voginn og ætluðum að fara Viðeyjarhring. Þegar komið var nokkur hundruð metra vestur fyrir Geldinganesendann var kominn kaldafræsingur af norðri og ein og ein alda náði að brotna en þær voru í mesta lagi 2 metrar svo þetta var nú bara skemmtilegt.
Þegar nær kom að Viðeyjarendanum sáum við að þar biðu okkar allmargar stórar og þéttar hvítar og kaldar ránardætur og langaði okkur ekki sérstaklega í faðmlög þeirra svo að land var tekið á eyðinu og sjortköttað á fótum suður fyrir. Þar biðu okkar 4 selir sem voru mest hissa á að vera nú fleiri en ræðarar og fannst þeim það nú skondið. Eftir smá kaffi var haldið í vestur til að kíkja aðeins á brimið og það var eins og við manninn mælt spænurok um leið og komið var út fyrir endan á eyjunni. Við völdum okkur eina bylgju og riðum henni alla leið austur að Virkishól. Það var alveg dásamlegt þarna sunnan megin sléttur sjór og smá gola, birtan alveg geggjuð eins og ljósmyndarar mundu segja. En þá hófst barningurinn. Við höfum nú báðir oft róið á þessu slóðum en vindsperringurinn sem kom í fangið á okkur við austurendann á Viðey var ekki minni en 20m á sek og aldan sem hann náði að skófla upp minnti mann einna helst á röstina frægu í Reykjanesi, en nóta bene þetta var vindalda og maður mátti hafa sig allan við að fjúka ekki á hvolf. Þegar komið var að bryggjunni tókum við smá pásu og ætluðum fyrst undir stólpabryggjuna en það var svo mikil ókyrrð og vindur að það var alls ekki viðlit að prófa það. Þá tók við kafli sem verður að teljast sá alversti sem ég hef nokkurntíman róið. Það var útfyrir bryggjuna og að Fjósakletti. Þvílíkur grautarpottur. Sjaldan séð annað eins og vindurinn ekki að minnka. Við tommuðum í áttina að klettunum og í skjóli þar náðum aðeins að kasta mæðinni áður enn síðasti leggurinn hófst. Það var svaka barningur allaleið heim og þegar komið var innfyrir staura fórum við að súnna okkur í veltu. Sveinn var ca 50m á undan og tók veltu í rokinu og ekki gat ég verið minni maður og tók eina hægri veltu sem tókst bara vel svo að ég reyndi við vinstri en viti menn hún kom ekki og þá eftir nokkrar tilraunir var útséð með þetta og ég kom mér úr bátnum. Vindurinn var slíkur að ég náðiekki taki á fleyinu svo ég svamlaði á eftir uppí fjöru og Sveinn var þá kominn að til aðstoðar. Það liðu ekki nema 5 mín í mesta lagi ísjónum en puttarnir voru alveg dofnir og er nú rétt aðkoma smálíf í þá núna þegar ég hamra þessa skýrslu inn á meðan söguefnið er ennþá í skammtíma minninu.

Ef að adrenalínið verður til í nýrnahettunum þá eru mína tómar.

Gleðileg jól.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 06:23 #14 by Sævar H.
Vonandi að þið verðið heppnir með aðgengi að sjó. Langur frostakafli hefur ísilagt hálfa Hafnarfjarðarhöfn og minni en 5 tonn vélskipum ekki siglingafært út eða inn. Það verður hörku frost fram yfir áramót...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2009 06:18 #15 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 2. í jólum
góð hugmynd Sveinn Axel. Alveg tilvalið að róa af sér spikið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum