Gamlársróður 2009!

31 des 2009 20:08 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Gamlársróður 2009!
Þetta var hin fínasti róður og í hann mættu 26 ræðarar. Einhvað var um lagnðarís-skæni en ekki í nægilegu magni til að valda vandræðum. Við Gummarnir tókum reyndar styttri hring en hinir og kvöddum hópinn norðan megin við eiðið í Viðey og rérum aftur inn Viðeyjarsundið. En róðrarleiðin var norðan megin út Viðeyjarsundið og fyrir norðvestur enda Viðeyjar en þar skildu leiðir mínar við hópinn og verða því aðrir að fylla inn í hvað gerðist eftir það.
Töluvert var af Hávellu og selum í fjörunum og veðrið alveg eins og best verður á þessum árstíma. Hitinn var í kringum -6°C og frusu þær slettur sem á bátnum lentu jafn harðan.
Á leið okkar Gumma inn Viðeyjarsundið rákumst við á ansi stóra breiðu af lagnaðarís en við kræktum bara fyrir breiðuna. Nú bíðum við bara eftir að hinir í hópnum setji inn ferðasögu frá hinum 24 ræðurunum.

Eigið öll Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2009 01:55 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Gamlársróður 2009!
Frá gamlársróðri 2003

Þarna var ekki búið að finna upp sjóvettlinga...

Þér mælist vel, Páll.
Já við vorum ekki margir að róa yfir vetrarmánuðina á
þessum árum. Og engin voru formlegheitin. Það var bara
róið og ekkert vesen með það. Ef ekki leggst mikið
meiri klakabúnki á sjóinn en var í dag - þá má taka
smáhring Leiruvogsmegin. Það verður mjög fallegt veður
í fyrramálið-fullt tungl og froststilla- 10°C

Ég mæti með bát og búnað kl 9.15 á gamlársdagsmorgunn.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/30 18:18
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2009 00:49 #3 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:Gamlársróður 2009!
Já, er ekki bara að mæta og athuga málið. Það má þá alla vega drekka kaffið.
Og nú kemur allra síðasti jólasveinn ársins í bæinn. Náði mynd af honum í desember 2003 á óþekktri strönd, og læt hana fylgja svona til þess að minna enn frekar á veturinn.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 23:28 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Gamlársróður 2009!
Mæti með varaárina.
Spurning að taka skautana með, binda á bátinn?

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 23:22 #5 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Gamlársróður 2009!
Svona var Eiðsvíkin á sunnudaginn síðasta:
<br><br>Post edited by: Gunni, at: 2009/12/30 15:23
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 21:40 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Gamlársróður 2009!
Koltrefja árar eru viðkvæmar í svona ískrapi. Ég kem með gömlu spýtuna.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 20:35 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Gamlársróður 2009!
Leiruvogur í janúar 2003


Myndin er tekin í 1.viku janúar 2003 í 8 °C frosti
og ófær íshroði framundan

Þetta er glæsilegasta dagskrá gamlársróðurs sem ég man eftir.
Og mig hlakkaði svo sannarlega til að róa þennan
síðasta dag ársins 2009.
Í öllum þessum spenningi fór ég í ískönnunarferð nú
um ádegisbili

þar sem frost hefur verið mikið undandfarið einkum í
nótt &gt; -10 °C inni í Geldinganesi.
Þetta blasti við:
Eiðsvíkin var með samfelldan þykkan ís stranda á
milli ca 500 m breiðan og síðan þunnan ískrapa út í
Viðey þar sem þykkari ís var að sjá í fjöru og vestur
með einkum að sunnanverðu.
Ís þessi var ekki landfastur og fjarlægðist á
útfallinu en var að sigla inn á aðfallinu.

Leiruvogs megin var hægt að setja bát á flot og róa
um 3-400 m. í samfelldan ís - en ekki mjög þykkan.
Áfram verður verulegt frost en fer að draga úr því á
morgun. Að mínu mati er allt ófært til róðra frá
Geldinganesinu. Þar byggi ég á margra ára
vetarróðrarþekkingu (allt frá 2002) Sama er í
Skerjafirðinum allt í Bakkavararfjöru yst á
Seltjarnarnesi- þar er auð fjara og sjór en ísflekar
á reki.

Nú þarf Gamlársróðrarstjórnin að huga að málum…<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/12/30 13:54
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 18:59 #8 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Gamlársróður 2009!
þetta hlítur að verða góður og mettandi róður - stefni ótrauður á mætingu, klár með kaffið. kv. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 06:20 #9 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Gamlársróður 2009!
Ég ætla að halda uppi heiðri okkar \&quot;Old Boy´s\&quot; og mæta ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 des 2009 03:08 #10 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Gamlársróður 2009!
Hljómar ansi vel. Vonandi verður góð mæting hjá ykkur.

Hvernig er það annars með straumendurnar? Hvað ætla þær að gera?

Kannski skella sér í Hlíðarfjall á bátunum?B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2009 23:03 #11 by Orsi
Gamlársróður 2009! was created by Orsi
Gleðilega hátíð nær og fjær.

Þá er komið að síðasta stórviðburði okkar ágæta klúbbs, sjálfum gamlársróðrinum. Aðeins tveir dagar í viðburðinn. Veðurspáin hljóðar upp á kulda en hæglætisveður.



Gamlársróður er viðburður sem hentar bæði óvönum sem vönum.



Fyrir hönd stjórnar hef ég samið tillögu að dagskrá:




Kl.: 9:15 á gamlársdag.
Mæting í Geldinganesið og bátar dregnir fram og búnaður gerður klár. Veitingar bíða mannskapsins og hægt verður að fá sér góðgæti um leið og við troðum okkur í fötin.

10:15
Róið af stað. Stefnan tekin út í Viðey sunnanmegin. Farið verður eftir öryggisstefnu klúbbsins.

11:00
komið í Viðey og lent í Áttæringsvör. Þar er skáli og sest verður á veröndina til að spjalla og njóta stundarinnar. Stoppað verður í 45 mínútur. Tökum kannski eitt áramótalag og njótum enn meiri veitinga sem fluttar verða í kayökum umsjónarmanna. Síðan verður skotið upp einhverju smotterí í tilefni dagsins og róið heim um Viðey norðanverða ef aðstæður leyfa, annars sunnan.



12:45.
Landtaka í Geldinganesi.

ATH: Fyrir utan almennan róðrargalla og -búnað er mikilvægt er að muna eftir jakka eða úlpu til að bregða yfir sig í róðrarhléinu í Viðey. Og húfur á hausinn. Munið góða skapið og áramótahatta. Takið ennfremur kaffi eða te á brúsa.

OG SJÁUMST.
-stjórnin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum