Gamlársróðurinn 2009

06 jan 2010 08:13 #1 by palli
Replied by palli on topic Re:Gamlársróðurinn 2009
Nokkrar síðbúnar myndir eru hér

Takk fyrir frábæran róður og ár ... B)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jan 2010 00:01 #2 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Gamlársróðurinn 2009
Frábær róður í alla staði, allt frá veitingum til veðurs.
Nú er markmiðið að róa meir á nýju ári, ætti ekki að vera erfit. :P
Gleðilegt ár.

Læt fljóta hér með mynd frá Gamlársdagsróðri 1995 !
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2010 16:51 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Gamlársróðurinn 2009
Þakka fyrir fínan róður og góðar veitingar , og gleðilegt nýtt ár .
nokkrar myndir hér.
picasaweb.google.com/maggisig06/GamlarsR...v1sRgCNaw4qWgycmRKQ#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jan 2010 10:00 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Gamlársróðurinn 2009
Gleðilegt ár og takk fyrir alla róðranah 2009. Myndir úr Gamlársdagsróðrinum er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20091231Gamlarsdagsrodur#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 des 2009 23:41 #5 by Sævar H.
Svona var náttúrufarið á gamlársdag 2009


Þó myndin sé tekin 2003 er samhljómur þá og nú.

Það var einstaklega fallegt náttúrufar við
Geldinganeseiðið þegar kayakfólkið fór að tínast eitt
af öðru til síðasta félagsróðurs Kayakklúbbsins á
árinu 2009 – Gamlársróðurs.
Það var fullt tungl ,heiðskírt og að mestu stillt
veður.
Það djarfaði fyrir nýjum degi í austrinu en
vetrarmyrkrið var samt ríkjandi enda klukkan um 9
og ennþá 2 stundir í sólarupprás.
Frost var um -5°C . Við vorum 27 kayakræðarar sem
mættum .

Örlygur fararstjóri hafði komið snemma og var með
kaffi á könnunni og kræsingar á borði í
félagsaðstöðunni okkar -veisla .

Og nú var sest á rökstóla. Var róðrarfært ?

Í gær ,þann 30 des. var með öllu ófært til róðra
vegna mikils lagíss beggja vegna Eiðsins.
Tveir valinkunnir ræðarar fóru í könnunarför út í
Geldinganesið og töldu , að henni lokinni ,vel
róðrarfært út Eiðsvíkina – hún væri íslaus með
landinu.

Það var því ákveðið að róa vestur Eiðsvíkina ,með
Viðey að norðanverðu og vestur fyrir hana allt í
Áttæringavör sem er neðan grillskálans við austanvert
Eiðið í Viðey.
Ekki var hættandi á að fara sunnan megin við Viðey
vegna lagnaðaríss.
Og við vorum 27 kayakræðarar sem sjósettum um kl 10 .

Þegar allir voru komnir á flot var safnast saman í
hóp og Örlygur fararstjóri kynnti öllum þær
öryggisreglur sem giltu um ferðina og fór yfir
róðrartilhögun ,alla.
Síðan var lagt af stað.

Ótrúleg breyting var orðin á sjónum þarna frá í gær .
Ísinn að mestu horfinn utan smá lagístunga sem lá út
frá austanverðri Viðey.
Við fórum létt gegnum hana.
Ísinn frá í gær hafði allur horfið með útfalls-
straumnum um nóttina.
Sjórinn var sléttur en aðeins gáraði fyrir undiröldu
inn Flóann.

Og fyrr en varði lentum við í Áttæringsvör í Viðey.
Þetta nafn Áttæringsvör er frá löngu liðinni tíð í
atvinnusögu Viðeyjar.
Stærstu fiskibátar Viðeyjinga voru áttæringar og þeir
höfðu uppsátur í þessari vör.
Þess vegna heitir hún Áttæringsvör.
Minni bátar höfðu uppsátur í annari vör ,litlu
vestar. Hún heitir Sauðhúsavör.
Nú lenda kayakar í þessum fornu mannvirkjum .

Sest var til borðs á veröndinni í grillskálanum uppaf
Áttæringsvör. Þéttskipað var til borðs. Það var
hlýtt þarna hjá okkur –enda heit eftir róðurinn og
þröngt máttu sáttir sitja-hver við sinn mal.

Að loknu sameiginlegu Gamlársdagsborðhaldi
kayakmanna og kvenna var farið í bátana og róin sama
leið til baka þar sem ís hindraði hringróður um
Viðey.
Selirnir okkar sem alltaf halda þarna til við
Viðeyna fögnuðu komu okkar og syntu með ferð okkar á
bakaleiðinni. Góð samfylgd það.

Og við lentum síðan í fjörunni neðan við aðstöðuna
okkar á Geldinganeseiðinu um kl 13.

Alveg frábærum Gamlársdagsróðri Kayakklúbbsins –
síðasta róðri ársins 2009 lauk með því að skipst var á
áramótakveðjum að sið kaykamanna og kvenna.

Og hér er nafnalisti þátttakenda í þessum
gamlársdagsróðri árið 2009 :

Reynir Tómas , Ásta ,Þorbergur ,Elísabet,
Grit,Erna,Steini X, Palli formaður, Páll, Gummi
Breiðdal, Gummi J., Kristján (frá Ísafirði ) Maggi
S., Sigurjón,Einar, Jón, Gísli HF,Sveinn Axel, Gunnar
Ingi,Eymi, Hörður,Lárus, Þórólfur M.. Ingi, Örlygur,
Sævar H. og Ólafur Íslandsmeistari.

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það gamla.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/01/01 21:20
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum