Það var sett í einn nýársróður hjá mér í gær. Akurey varð fyrir valinu og ég tók næturróður þangað í gærkvöldi, sóló í þokkabót. Tók tjald og svefnpoka og var þar í nótt. Frábær upplifun.
Á Viðeyjarsundi lokaði ís á mig og þá var puðað með bátinn upp á land og rölt með hann fram hjá. Lítið mál. Meira sagði ekki af ís, en hinsvegar var aldan orðin fullhress á Engeyjarsundi. Og ennþá hressari á leiðinni í Akurey. Norðangolunni um að kenna. En þetta truntaðist ágætlega. Síðan var bara tjaldað og róið heim í dag. Á skalanum 1-10 fær þetta 350 í einkunn.
Endilega gera þetta aftur og fleiri með næst. Það er pláss fyrir nokkur tjöld í viðbót þarna á eina slétta bletti eyjarinnar.