Á fimmtudaginn er opin fundur vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjavíkur sem hefur yfirskriftina Umhverfi- og útivist er kl 8:30 – 10:00 í Hafnarhúsinu. Vill ég hvetja félagsmenn til að mæta því þetta varðar framtíð kayakmanna.
Síðastliðinn mánudag sat ég vinnufund með ýmsum hagsmunaaðilum og Borginni um sama málefni á vegum kayakklúbbsins og var það áhugavert. Náði ég þar að varpa kastljósinu að strandlengjunni og eyjunum í kring, en það vill svolítið loða við þegar rætt er um útivistasvæði borgarinnar að aðeins er þá átt við “Grænu svæðin”, “ Græna trefilinn” og “ Stíga milli fjalls og fjöru” en ég held að mér hafi tekist að stimpla okkar útivistarsvæði vel inn og vonandi í framhaldi af því verði sérstaklega merkt svæði í skipulagi aðstaða fyrir siglingaklúbba og eins verði sem mest af ósnortinni strandlengju sem eftir er innan Reykjavíkurborga friðuð.
Nánar um fundinn;
www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2343/6259_view-2193/
Hér geta menn sent inn athugasemdir og/eða tillögur;
www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2258/6259_view-2192/