Umhverfi- og útivist á fimmtudaginn í Hafna

14 jan 2010 19:07 #1 by Larus
þetta var fínn fundur, Tryggvi, Palli og ég vorum þarna ásamt fleirum. það kom skýrt fram að málstaður okkar kayakmanna hefur komið vel fram á vinnufundinum, einnig sjósundmanna. Aðgengi að sjó mtt. útivistar er málefni sem mun verða tekið til skoðunar. Steini hefur greinilega ekki sofið á vinnufundinum. kv lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2010 07:25 #2 by palli
Ég mæti á þennan fund. Tryggvi Tryggva ætlar að reyna að koma líka.
Þetta verður vonandi til gagns.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2010 02:35 #3 by Ingi
Þetta er alveg ómögulegur tími fyrir flesta, en gott hjá þér Steini að láta okkar sjónarmið heyrast. Þú hefur nú marga fjöruna sopið svo þú veist manna best um hvað málið snýst. Ætli núverandi borgstýra og DBE hafi ekki verið í leikskóla þegar þú byrjaðir í þessu. En það er alveg satt að fjaran og allt lífríkið sem henni fylgir er í stórhættu hér í borgarlandinu og nágrenni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2010 02:30 #4 by Steini
Vona að menn mæti, kemst ekki sjálfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2010 04:02 #5 by Steini
Á fimmtudaginn er opin fundur vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjavíkur sem hefur yfirskriftina Umhverfi- og útivist er kl 8:30 – 10:00 í Hafnarhúsinu. Vill ég hvetja félagsmenn til að mæta því þetta varðar framtíð kayakmanna.

Síðastliðinn mánudag sat ég vinnufund með ýmsum hagsmunaaðilum og Borginni um sama málefni á vegum kayakklúbbsins og var það áhugavert. Náði ég þar að varpa kastljósinu að strandlengjunni og eyjunum í kring, en það vill svolítið loða við þegar rætt er um útivistasvæði borgarinnar að aðeins er þá átt við “Grænu svæðin”, “ Græna trefilinn” og “ Stíga milli fjalls og fjöru” en ég held að mér hafi tekist að stimpla okkar útivistarsvæði vel inn og vonandi í framhaldi af því verði sérstaklega merkt svæði í skipulagi aðstaða fyrir siglingaklúbba og eins verði sem mest af ósnortinni strandlengju sem eftir er innan Reykjavíkurborga friðuð.

Nánar um fundinn;
www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2343/6259_view-2193/

Hér geta menn sent inn athugasemdir og/eða tillögur;
www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2258/6259_view-2192/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum