10 manns þar af 3 konur komu í róður í morgun. það var blankalogn og heiðskírt þegar við Hildur, Halla, Þóra, Þórsteinn, Þorbergur, Lárus, Svenni,Maggi og Gunnar Ingi fórum í stutt ferðalag útí Lundey þar sem allir fengu sér hressingu nema Þórsteinn sem hringsólaði um eyjuna á meðan og tikkaði inn km. Hann náði að kreista 12 km á meðan við rétt slefuðum yfir 10 km. Aðeins bar á ís en engin ísbjörn. Frábær róður í yndislegri vetrarblíðu.
kv.
Ingi
Post edited by: Ingi, at: 2010/01/31 20:12<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2010/01/31 20:13