Hefðbundin æfingarróður var tekin frá höfuðstöðvunum i dag, sökum lágfjöru byrjuðum við á gögngutúr til að komast á sjó. Stefnan var svo tekin á Engey, rérum i nokkuð stífri hliðaröldu norður fyrir Viðey en tókum svo strikið á bullandi lensi að suðurenda Engeyjar,lékum okkur svo að þræða fjöruna norðanmegin og hringuðum eynna. Að hringsólinu loknu tók við stím á móti öldu og vindi þar sem kransæðarnar og lungun voru tekin til hreinsunar allt að Viðey en þaðan var svo tekin léttur róður i myrkrinu heim á leið, alls urðu þetta um 15 km. hópinn skipuðu Eymi, Ingi, Svenni, Örlygur og Lárus.