Klósigar skreyttu bláan himinninn og sólin skein á sundin þegar 6 hugaðir félagar héldu í róður í morgun kl rúmlega 10. Gunnar Ingi, Hörður, Þorbergur, Lárus, Gísli H.F. og undirritaður fóru hefðbundna leið um Viðey. NA kaldi og hiti rétt um frostmarkið. Aldan varð aldrei neitt nema nafnið á milli Geldinganess og Viðeyjar þar sem hún hjaðnaði og varð slétt eins og nýmalbikað bílaplan við endan á eynni. Róið þétt upp við klettana sunnan megin í skjólið við Sólskálann, þar sem tekin var upp kaffibrúsi og nesti. haldið heim í mótdrægum slampanda og við Gufunesbryggjuna var vottur af frákasti eins og verður í þessari vindátt. það var gaman að tippla þar að fjósakletti en öldurnar náðu þó ekki nema tæplega þriðjungi á við það sem varð þann annan í jólum sællar minningar. Sprettur tekinn heim í sólinni. Í fjörunni var sundkappinn sem labbaði á fjörunni sl laugardag og nú gat hann synt soldið áður en hann blánaði verulega á göngunni í átt að Viðey eins og síðast. 11 km skrifaðir. Fínn róður og hressandi.
Post edited by: Ingi, at: 2010/02/06 17:42
Post edited by: Ingi, at: 2010/02/06 17:43<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2010/02/06 18:00