öryggismál

17 feb 2010 00:56 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:öryggismál
Sjálfsagt mál að benda á þetta. Misskilningur milli björgunarsveitar og mín varð þess valdandi að ræst var of snemma. Þegar ég varð þess áskynja hægði ég á mér og reyndi að hafa auga með öðrum keppendum og kom svo með þeim síðustu í mark. Keppendur pössuðu síðan upp á hvora aðra. Ég lærði af þessari reynslu og næst verður ekki ræst fyrr en björgunarsveitin er örugglega komin á staðinn. Sveitin er þó aðeins með einn bát og því ljóst að keppendur verða að gæta að öryggi sínu og annarra. Þess vegna eru þeir m.a. látnir fá neyðarblys. Við skerpum á öryggismálum fyrir næstu keppni.

Ég er hins vegar ekki sammála því að aðstæður hafi verið yfir mörkunum. Sjókayakkeppni snýst líka um keppni í að róa við misjafnar aðstæður, eða þannig lít ég á málin.

Um Bessastaðabikarinn verða Sviðamenn að svara. Hvað finnst öðrum kajakmönnum? Er björgunarbátur skilyrði fyrir keppni? Menn verða að athuga að ekki þýðir að óska eftir gæslu að morgni keppnisdags, ef veðrið er leiðinlegt, heldur þarf það að gerast með töluverðum fyrirvara. Um að gera að fá upp umræðu um þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2010 18:52 #2 by olafure
Replied by olafure on topic Re:öryggismál
Mig langar að benda á tvö atvik sem gerðust í keppnum sl sumar sem tengjast öryggi. Í RVK bikar mætti björgunarbátur of seint við aðstæður sem voru á mörkunum eða yfir mörkum til keppnishalds. Í Bessastaðabikar var enginn björgunarbátur en þá voru aðstæður bærilegar en það er ýmislegt sem getur komið upp á þó svo að aðstæður séu góðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2010 20:56 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:öryggismál
Nefndin þiggur með þökkum reynslusögur úr sportinu, sama hvursu gamlar sem þær eru. Nefndin hefur ekki rætt málið frekar frá aðalfundi en ætli við þurfum ekki að spíta í lófana bráðum. Þeir sem kunna sögur af eigin hrakföllum eða annarra eru hvattir til að láta í sér heyra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2010 05:31 #4 by valdiharðar
Replied by valdiharðar on topic Re:öryggismál
Ég var ekki viðstaddur nýafstaðinn aðalfund. Það er hinsvegar ljóst að öryggismál hafa verið rædd þar. Þær umræður sem hafa átt sér stað um þessi afar mikilvægu mál innan klúbbsins eru góðar og þarfar. Starf umræddrar nefndar verður án efa í senn lærdómsríkt en örugglega líka afar skemmtilegt.

Ég vil bara minna nefndarmenn á (sem er án efa óþarfi) að leita í reynslubanka þeirra sem hafa verið að róa í fjölmörg ár er eru ekki áberandi í klúbbstarfinu. Hjá ferðaskrifstofunni Ultima Thule störfuðu t.d. nokkrir aðilar við leiðsögn á kayak hér fyrir allt að 17 árum og margir eru enn að. Þessar ferðir voru bæði innan lands og á Grænlandi. Þar er til staðar mikil reynsla, mestmegnis jákvæð en þó held ég að flestir hafi einhverntíma komist í hann (mis)krappann.

Gæti ef til vill bætt góðum sögum í \"bókina\".

Valdi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2010 04:29 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:öryggismál
Tvær athugasemdir:

1. Mig minnir að ég hafi ekki verið valinn í þessa nefnd á aðalfundinum, heldur Gummi Breiðdal, en það er svo sem ekkert vandamál að leggja eitthvað í púkkið.
2. Umræðan snerist ekki um að verkefnið væri að endurskoða öryggisstefnuna, það kom ekki fram gagnrýni á hana. Nefndin átti að skoða \"næstum því slys\" og ýmis atvik sem fáir vita um en gæti verið gott fyrir aðra að heyra um, til að skilja betur hvað bera að varast, hvernig hægt er að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum o.s.frv.
Þetta yrðu þá eðlilega að hluta í sögubúningi og trúlega spennandi lesefni.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2010 06:17 #6 by maggi
Replied by maggi on topic Re:öryggismál
Tillaga Örlygs er mjög góð og á fullan rétt á sér , enda lögð sérstök áhersla á þetta atriði hjá BCU
þar sem róðrarstjóri er ábyrgur fyrir þvi að kanna aðstæður s.s. í brimlandingum , straumrörtum og þessháttar áður en hann lætur hópinn fara í gegn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2010 01:15 #7 by palli
Replied by palli on topic Re:öryggismál
Sammála skilningi Rúnars á hlutverki sjömenninganna. Það verður bæði fróðlegt og gagnlegt að hafa þessar upplýsingar tiltækar á einum aðgengilegum stað.

Athugasemd Örlygs á allan rétt á sér í öryggisstefnunni. Verður tekið fyrir á stjórnarfundi og sett síðan inn ef allir eru sáttir.

Téðir sjö kappar eru Ari Gauti, Gísli H F, Gummi J, Halli Njáls, Maggi Sigurjóns, Rúnar og Steini X.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2010 17:34 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:öryggismál
Ég tek hér undir með Rúnari.
Það er mjög mikilvægt að til séu reynslusögur/atvikalýsing á bæði slysum og ekki síst hérumbil slysum við kayakróðra.
Við slysavarnir hjá t.d fyrirtækjum í áhættusömum rekstri er mikið lagt uppúr \"hérumbil slys \" greiningu þeirra og skráningu. Oft er óvænt veðurlag samfara erfiðu sjólagi orsakavaldur erfiðleika.
Með greiningu - eftir á, má skrá mikilsverðar upplýsingar sem síðan nýtast öðrum.
Í hópróðrum er líkamlegtþol og atgerfi innan hóps mjög misjafnt. Örmögnun er áhættuþáttur, svo dæmi sé tekið.
Róðarar um sjóstraumasvæði krefjast þekkingar . Upplýsingar og reynslusögur/atvikalýsing óhappa og hérumbil óhappa eru því gulls ígildi í fróðleiksbanka hér á heimasíðu Kayakklúbbsins

Þetta er svona innlegg í umræðuna frá gömlum reynslu ræðara úr sjókayaksportinu

kveðja.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/02/12 18:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2010 17:11 #9 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:öryggismál
Ég er ekki viss um að nefndin taki að sér að endurskoða öryggisstefnuna enda er hún nánast ný og alveg hreint ágæt, að mínu mati. Mér finnst hins vegar sjálfsagt að setja þessa áminningu Örlygs inn í stefnuna.

Ég skildi hlutverk sjömannanefndarinnar þannig að henni væri falið að safna saman lýsingum á hættulegum atvikum eða aðstæðum sem orðið hafa á kajökum hér á landi. Lýsingarnarnar yrðu síðan birtar á vefnum til að menn gætu lært af þeim. Á aðalfundinum var m.a. rætt um atviki í Goðafossi sl. sumar en þar var einn straumkajakmaður var hætt kominn. Margir fréttu af þessu atvii en aðrir ekki. Frásagnir af óhöppum og hættulegum og óvæntum aðstæðum þarf að birta einhvers staðar til að aðrir geti lært af þeim.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2010/02/12 09:17

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2010 02:08 #10 by Orsi
öryggismál was created by Orsi
Eitt af því sem gerðist á Aðalfundinum í gær var að skipuð var 7 manna öryggisnefnd til að fara yfir ýmis mál (hún gerir væntanlega grein fyrir starfslýsingu sinni). Ef hún endurskoðar í leiðinni öryggisstefnur klúbbsins langar mig að skjóta að henni tillögu:

* Róðrarstjóri skal ganga úr skugga um að sérhver nýliði (sem helst hefur gengið inn í þartilgert nýliðaprógramm klúbbsins) hafi a.m.k. einn stuðningsaðila (tengilið) sem fylgist með honum meðan á róðri stendur. (Tillaga um viðbót: Við stjórnina skal róðrarstjóri stöðugt meta sjólag og tryggja eftir sem kostur er að hópurinn fari ekki inn í aðstæður sem erfitt eða ómögulegt er að hafa stjórn á.)

Í mínum huga snýst öryggið nefnilega oftast um að aðhafast á meðan hægt er þ.e. þegar allir eru ólaskaðir og ferðafærir. Aðalmálið er að forðast hætturnar og beita kunnáttu til að sneiða hjá stjórnlausum aðstæðum, í skipulögðum klúbbróðrum a.m.k.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum