Við mættum tveir við Svenni, heldur var nú hráslagalegt i fjörunni, töluverður vindur og alda. Við demdum okkur af stað og rérum i norður i hliðarölduni, þurftum aðeins að passa okkur að flækjast ekki i brotin, fórum svo til baka og tókum nokkrar lendingar og út aftur i ölduna sem gott er að æfa. Að lokum tókum við smá túr i suður frá fjörunni, þegar við komum til baka var mættur i fjöruna seglbretta gaur sem spítist þarna fram og til baka i vindinum. Þetta var vel til fundið hjá Svenna að taka æfingu þarna - alltaf gaman i vestanátt á nesinu.
kv
lg<br><br>Post edited by: Larus, at: 2010/02/14 21:20