Ofkæling - fyrirlestur

19 feb 2010 01:56 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Ofkæling - fyrirlestur
Flottir fyrirlestrar í gærkvöldi!

Fyrir áhugasama, þá er umfjöllun um viðbrögð við ofkólnun á slóðinni
landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2781

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2010 00:59 #2 by Rúnar
Sjósundmenn standa fyrir heljarinnar fyrirlestri um ofkælingu annað kvöld. Geri ráð fyrir að við megum mæta.


Miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 19:15 til 20:30 mun SJÓR í samstarfi við SSÍ halda fræðslukvöld um ofkólnun og viðbrögð við henni. Fræðslukvöldið fer fram í HR við Nauthólsvík, fyrirlestrarsalnum Betelgás, stofu V1.02.

Fyrirlesarar verða: Dr. Þórarinn Sveinsson lífeðlisfræðingur, Ófeigur Þorgeirsson læknir og sjósundmaður og sjósundsfélagar okkar þeir Heimir Örn Sveinsson og Árni Þór Árnason.

Dagskráin verður sem hér segir:
1. Setning fundarins. Benedikt Hjartarson formaður SJÓR
2. Upplifun ofkælingar. Heimir Örn Sveinsson
3. Að koma að manneskju í kæliástandi. Árni Þór Árnason
4. Líffræðilegar útskýringar á ofkólnun. Dr. Þórarinn Sveinsson
5. Hvernig hlúa skal að persónu í ofkólnunarástandi. Ófeigur Þorgeirsson

Ekki þarf að minna á mikilvægi þess að við sjáum okkur öll sem eitt fært á að mæta á svo mikilvægan fræðslufund sem þennan. Við vitum aldrei hvenær óhöppin verða og fyrstu viðbrögð eru ætíð mikilvægust. Við hvetjum ykkur öll til að eiga með okkur fræðandi og skemmtilega kvöldstund sem vonandi gerir okkur öll öruggari í sjónum.

Frítt er á fræðslukvöldið og veitingar verða í boði SJÓR.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum