Í fyrravor rérum við þrjá leggi með það markmið að klára strandlengjuna frá Geldinganesi að Þorlákshöfn, þeir voru Geldinganes-Álftanes, Álftanes-Kúagerði og Kúagerði-Njarðvík, og því erum við u.þ.b. hálfnaðir.
Mér var að detta í hug að taka Njarðvík-Garðskaga næst, en það eru 16 km.
Er einhver til í þetta eftir vinnu á fimmtudaginn? Það er spáð aust-norðaustan 5 m/s.
Við gætum hist í Njarðvík kl. 17 og ég get fengið félaga minn til að ferja okkur til baka að sækja bílana.
Kv, Andri