Félagsróður 20. 03

21 mar 2010 01:58 #1 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróður 20. 03
Flottur róður hér eru nokkrar myndir úr Faxaflóa röstinni ógurlegu , vona að Ísfyrðingarnir fyllist ekki minnimáttar kend.
picasaweb.google.com/maggisig06/20Mars#


Post edited by: maggi, at: 2010/03/20 19:02

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2010 23:59 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Félagsróður 20. 03
Það var mikill bílafloti við Klúbbaðstöðuna þegar ég
mætti um kl 11 í minn fyrsta æfingaróður vorsins- góð
mæting
Félagsróðrarnir henta illa við markvissar róðaæfingar-
einkum eftir langt róðrarhlé.
Við þær æfingar er frelsið mikilvægast.
Um 10 m/sek ANA var þegar ég réri um 6 km hring í
Blikastaðakró og til baka.
Nokkur alda var miðsvæðis og vindsveipir.
Semsagt fín æfingaskilyrði til vinds og sjávar.
Og nú er að koma sér í gott form fyrir sumarið og verða langróðrarhæfur....á landsvísu.

Skýjabúnkinn sem slútir fram af austur Esjunni er
alveg ágætt merki um að vindbelgingur hellir sér
niður á Leirvoginn og sjóinn sunnan Geldinganess.
Gaman og fróðlegt að spá í þetta.

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/03/20 20:43
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2010 22:07 #3 by Ingi
Félagsróður 20. 03 was created by Ingi
Fjöldi félaga í klúbbferðum á laugardögum er að hækka með sólinni. Nú voru 13 sem mættu í sjálfan félagsróðurinn en einhverjir voru í einstaklings róðri og sáust í fjarska. Veðrið var fínt smá ANA gola og sólin hátt á lofti.
Lárus var skipaður stjóri og tilnefndi hann Svein Axel sem fyrsta mann og Gísli Karl var settur svíper. Hinir voru Ólafía,Eva,Hörður,Þórsteinn, Ólafur, Valdimar, Bjarni, Maggi, Þorbergur og Ingi.
Farið var undir bryggjuna í skjóli við Gufunesið. Mikil röst var undir Gullinbrú og voru menn og konur spennt að komast í smá rensli þar. Teknar allskonar æfingar í mikilli öldu sem skapaðist af þessum magnaða straumi. Engar myndir eru því miður til af þessum látum en Maggi treysti sér held ég ekki til að sleppa árinni og munda hina frábæru vatnsheldu Canon vél. Það má vera að hann hafi náð nokkrum myndum en þá hljóta þær að vera mikið hreyfðar. Kaffistoppið var haldið í mjúkri grasi vaxinni brekku á móti sólinni sem skein glatt. Frábær róður í fínu veðri og með skemmtilegu fólki.

Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum