Það var mikill bílafloti við Klúbbaðstöðuna þegar ég
mætti um kl 11 í minn fyrsta æfingaróður vorsins- góð
mæting
Félagsróðrarnir henta illa við markvissar róðaæfingar-
einkum eftir langt róðrarhlé.
Við þær æfingar er frelsið mikilvægast.
Um 10 m/sek ANA var þegar ég réri um 6 km hring í
Blikastaðakró og til baka.
Nokkur alda var miðsvæðis og vindsveipir.
Semsagt fín æfingaskilyrði til vinds og sjávar.
Og nú er að koma sér í gott form fyrir sumarið og verða langróðrarhæfur....á landsvísu.
Skýjabúnkinn sem slútir fram af austur Esjunni er
alveg ágætt merki um að vindbelgingur hellir sér
niður á Leirvoginn og sjóinn sunnan Geldinganess.
Gaman og fróðlegt að spá í þetta.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/03/20 20:43