Ef ég skil málin rétt þá fór fram umræða á Korkinum og meðal kayakfólks um þetta efni þegar ný vatnalög voru rædd á Alþingi og samþykkt vorið 2006 - með frestun gildistöku þar til nú í sumar.
Við vorum þá mest að hugsa um beina hagsmuni okkar, frjálsa för um vötn og ár eins og sést reyndar af athugasemdum hér á undan um Laxá í Aðaldal. Halldór Björnsson lögfræðingur úr okkar hópi róaði okkur með því að þetta væri nú tryggt í örðum lögum, en gömlu vatnalögin frá 1923 höfðu reynst okkur vel í þessu tilliti, enda stóð þar í grein 115: "Öllum er rétt að fara á bátum og skipum um öll skipgeng vötn."
Hitt er svo annað mál og snertir hagsmuni þjóðarinnar sem byggir þetta góða land en ekki lítinn hóp sæ- og vatnafara, að vatnalögin sem eiga að taka gildi í sumar, geta verið upphafið að "kvótvæðingu", framsali, útrás með yfirskuldsetningu og veðsetningum, gjalþrotum og glötun þessarar auðlindar í hendur einhverra sem er skítsama um þessa aumu þjóð hér.
Nú er ég farinn að tala um stjórnmál en ekki sportið okkar.
Afsakið!
GHF.