Félagsróður 17.apríl 2010

25 apr 2010 05:29 #1 by SAS
Andri! Þú gleymir Þerney, fórum að henni sunnanmegin. Það voru 9 bátar á sjó, Gísli Karls og Sigurjón skildu við okkur við Þerney og kláruðu hringinn um Geldinganesið. Við Þorbergur, Andri, Eymi, Ingi, Gunnar Ingi og Rúnar lensuðum norður fyrir Lundey og þaðan vestur fyrir Viðey. Kaffistopp og svo tók við góð líkamsrækt á móti vindinum að Geldinganesinu. Góður róður með flottum félögum,

kv
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2010/04/25 05:30

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2010 04:19 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 24.apríl 2010
Fjörugur róður í dag. Við rérum norður fyrir Geldinganes, Lundey og Viðey. Lens aðra leiðina og puð hina leiðina.

Nokkrar myndir hér, picasaweb.google.com/Kayakmyndir/FelagsroUr240410#

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 19:37 #3 by Ingi
Já Sævar. Þetta er einn af aðalkostunum við þennan félagskap að það er stutt í húmorinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 19:16 #4 by Sævar H.
Við sem ekki fórum í þennan skemmtilega róður ykkar getum samt haft nokkra skemmtan af- við lestur minngabrotanna.
Þegar ég var að lesa söguna frá honum Inga var ég orðin hugfanginn af lýsingum hans á komu margæsanna og :&quot;orðið varir við hóp sem var nýlentur og hámaði í sig fjörugróðurinn.

Maggi fór með hópinn í Fjósakletta og þar var farið í allskonar árabrögð sem komu misvel út.&quot;

þetta fannst mér alveg frábært hjá margæsunum og Magga.

En takk fyrir að koma ferðasögunum á Korkinn<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/04/21 19:16

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2010 04:59 #5 by Erna
Alveg frábær dagur :)
Þar sem ég var svona á kantinum þá hafði ég ágætis yfirsýn yfir æfingarnar. Þeir voru nú ekki í vandræðum með þær garparnir enda vaskir menn þar á ferð.

kveðja
Erna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 apr 2010 06:14 #6 by Gíslihf
Eigum við að rifja upp hvaða æfingar Maggi lét okkur fást við ?

1. Róa með einu árablaði hringinn kringum einn Fjósaklettinn án þess að nota bakk-áratök. Það eru 4 möguleikar en ég tel erfiðara að róa á innra borið en það ytra. (Leiðrétt eftir ábendingu)

2. &quot;Hliðartak á ferð&quot; (hanging draw) til þess að færa bátinn til hliðar á ferð án þess að breyta stefnu.

3. Að stjórna lendingu hóps við grýtta strönd í ólgusjó.

4. Farið í sandfjöru í öldu sem leggur kayakinn fljótlega þversum og grefur kjölinn jafnvel niður á stuttum tíma, en komast beint út aftur með því að leggjast á hliðina og snúa fleyinu.

5. Að róa við lendingaraðstæður með mannhólfið hálffullt af sjó.

Auk þess voru menn að fást við veltur, &quot;marvaðalegur&quot; (sculling), að smyrja sig upp á móti vindi o.fl.

Í kaffinu ræddi Maggi um hvað á að gera við veikan félaga o.m.fl. til að búa okkur undir að mæta hinum skelfilegu BCU-náungum.

Var gerður góður rómur að fræðslu og þjálfun Magga Sigurjóns.

Kveðja,
GHF.

Post edited by: Gíslihf, at: 2010/04/21 18:45<br><br>Post edited by: Gíslihf, at: 2010/04/21 18:47

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 apr 2010 01:39 #7 by Ingi
mætt í Gnesið um 930 þar sem að Maggi BCU fræðari þurfti að fara yfir nokkur atriði fyrir brottför.
Fínt veður, sól og norðan 5 til 10 ms. Þegar við vorum að leggja af stað varð Sveinn Axel var við nokkrar margæsir sem flugu upp við við fjöruna við staurana vestan megin við eiðið. Þær eru þá nokkuð nákvæmar því að fyrir nákvæmlega ári er þess getið í róðrarskýrslu að við hefðum orðið varir við hóp sem var nýlentur og hámaði í sig fjörugróðurinn.
Maggi fór með hópinn í Fjósakletta og þar var farið í allskonar árabrögð sem komu misvel út allavega hjá mér enda í minni fyrstu BCU æfingu. Kaffihlé var haldið í austurenda Viðeyjar í gömlum húsatóftum sem skýldu vel fyrir norðanátt á meðan Maggi hélt hópnum við námsefnið.
Þeir sem komu nú voru: Erna, Hörður, Gísli H.F,Eymi, Rúnar, Maggi, Lárus, Gunnar Ingi, Sveinn Axel og Ingi.

Hafþór og Haukur fóru í léttan upprifjunar og liðkunarróður í austur frá eiðinu. Sem sagt fínasti dagur til þess að bleyta í bát og undirbúa sumarið.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum