mætt í Gnesið um 930 þar sem að Maggi BCU fræðari þurfti að fara yfir nokkur atriði fyrir brottför.
Fínt veður, sól og norðan 5 til 10 ms. Þegar við vorum að leggja af stað varð Sveinn Axel var við nokkrar margæsir sem flugu upp við við fjöruna við staurana vestan megin við eiðið. Þær eru þá nokkuð nákvæmar því að fyrir nákvæmlega ári er þess getið í róðrarskýrslu að við hefðum orðið varir við hóp sem var nýlentur og hámaði í sig fjörugróðurinn.
Maggi fór með hópinn í Fjósakletta og þar var farið í allskonar árabrögð sem komu misvel út allavega hjá mér enda í minni fyrstu BCU æfingu. Kaffihlé var haldið í austurenda Viðeyjar í gömlum húsatóftum sem skýldu vel fyrir norðanátt á meðan Maggi hélt hópnum við námsefnið.
Þeir sem komu nú voru: Erna, Hörður, Gísli H.F,Eymi, Rúnar, Maggi, Lárus, Gunnar Ingi, Sveinn Axel og Ingi.
Hafþór og Haukur fóru í léttan upprifjunar og liðkunarróður í austur frá eiðinu. Sem sagt fínasti dagur til þess að bleyta í bát og undirbúa sumarið.
Ingi