Sæl öll
Þann 9 apríl síðastliðinn fórum við Óli til Svíþjóðar að kynna okkur keppnisbáta sem kallast surfski,sem eru opnir kayakar án svuntu. Þessir bátar eru notaðir víða um heim og voru upprunalega notaðir til að bjarga fólki við erfiðar aðstæður á ströndum með miklu brimi, þeir eru eins og nafnið gefur til kynna hentugir í surf og ná allt að 30km hraða við bestu surf aðstæður. Þeir þykja einstaklega öruggir þar sem auðvelt er að komast um borð aftur ef maður fellur útbyrðis.
Á síðunin hjá Óla má sjá myndir og fleira sem tengist ferðinni
kayak.blog.is/blog/kayak/
Bestu kveðjur
Hilmar