Úrslit í Elliðárródeói

03 maí 2010 10:23 #1 by Rúnar
Arctic Adventures auðvitað - búinn að leiðrétta. Takk fyrir góða þátttöku - það er auðvitað engin keppni án keppenda!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2010 09:45 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Úrslit í Elliðárródeói
Kojak sendi mér þetta
mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=48694;play=0

Lookar vel
Hlakka til að rústa ykkur í Tungufljótsreisinu
Kv
Jón S.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2010 09:41 #3 by Gummilummi
EXTREME!!!

já þetta var víst trukkur frá Arctic Adventures en það skipitir nú ekki miklu máli :cheer:

þetta var drullagaman, og núna bara að drífa sig út að róa í vorleysingunum!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2010 17:57 #4 by Rúnar
Ef einhver á góðar myndir frá Ródeóinu er um að gera að koma þeim hið snarasta til Páls formanns svo þær komist í Fréttabréfið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2010 16:48 #5 by Heida
auj töff,
Svekk að hafa ekki komist,-hlakka til að sjá myndir, var ekki einhver öflugur á camerunni?

kv Heiða

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2010 21:28 - 03 maí 2010 10:22 #6 by Rúnar
Yfirburðasigur Anups Gurum

Það kom líklega fáum á óvart að nepalski kayakmeistarinn Anup Gurum skyldi vinna yfirburðasigur í Elliðaárródeóinu á föstudag. Hann halaði inn 80 stigum en sá sem var í öðru sæti fékk 44!

Fínasta stemning var á Ródeóinu, bæði í buslinu og á bakkanum. Viðeigandi kayakmúskík hljómaði úr trukknum frá Arctic Adventures (ekki Arctic Trucks) en trukkurinn flutti einnig kaffi og kleinur á staðinn. Mætingin var frábær eða alls 14 keppendur. Það var bara eins og maður væri kominn til útlanda, svei mér þá.

Sigurvegari í kvennaflokki var Ragna Þórunn Ragnarsdóttir og gaman að segja frá því að mynd af henni birtist í Mogganum á laugardagsmorgun.

Næsta straumkeppni er kappróðurinn í Tungufljótinu 3. júlí (laugardagur). Umsjónarmaður keppninnar er Guðmundur J. Björgvinsson. Stemningin þar í fyrra var víst frábær og vonandi að jafn margir láti sjá sig eins og síðast.

Hér fyrir neðan eru heildarúrslit. Taflan klúðrast alltaf en þetta ætti að skýra sig sjálft. Fyrst koma stig úr þremur umferðum og svo heildarstigafjöldi aftast.

Sæti Karlar 1. umferð 2. umferð 3. umferð Samtals
1 Anup Gurung 28 38 42 80
2 Guðmundur Vigfússon 14 24 20 44
3 Reynir Óli Þorsteinsson 12 24 18 42
4 Kristján Sveinsson 20 12 6 32
5 Haraldur Njálsson 16 8 8 24
6 Erlendur Þór Magnússon 2 10 8 18
7 Viktor Þór Jörgensson 10 6 4 16
8 Guðmundur Kjartansson 6 4 8 14
9 Stefán Karl Sævarsson 2 6 6 12
10 Ragnar Karl Gústafsson 2 4 4 8
11 Andri Þór Arinbjörnsson 6 2 2 8
12 Kjartan Magnússon 2 2 6 8
13 Atli Einarsson 4 4 4 8

Konur
1 Ragna Þórunn Ragnarsdóttir 2 4 2 6

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum