Yfirburðasigur Anups Gurum
Það kom líklega fáum á óvart að nepalski kayakmeistarinn Anup Gurum skyldi vinna yfirburðasigur í Elliðaárródeóinu á föstudag. Hann halaði inn 80 stigum en sá sem var í öðru sæti fékk 44!
Fínasta stemning var á Ródeóinu, bæði í buslinu og á bakkanum. Viðeigandi kayakmúskík hljómaði úr trukknum frá Arctic Adventures (ekki Arctic Trucks) en trukkurinn flutti einnig kaffi og kleinur á staðinn. Mætingin var frábær eða alls 14 keppendur. Það var bara eins og maður væri kominn til útlanda, svei mér þá.
Sigurvegari í kvennaflokki var Ragna Þórunn Ragnarsdóttir og gaman að segja frá því að mynd af henni birtist í Mogganum á laugardagsmorgun.
Næsta straumkeppni er kappróðurinn í Tungufljótinu 3. júlí (laugardagur). Umsjónarmaður keppninnar er Guðmundur J. Björgvinsson. Stemningin þar í fyrra var víst frábær og vonandi að jafn margir láti sjá sig eins og síðast.
Hér fyrir neðan eru heildarúrslit. Taflan klúðrast alltaf en þetta ætti að skýra sig sjálft. Fyrst koma stig úr þremur umferðum og svo heildarstigafjöldi aftast.
Sæti Karlar 1. umferð 2. umferð 3. umferð Samtals
1 Anup Gurung 28 38 42 80
2 Guðmundur Vigfússon 14 24 20 44
3 Reynir Óli Þorsteinsson 12 24 18 42
4 Kristján Sveinsson 20 12 6 32
5 Haraldur Njálsson 16 8 8 24
6 Erlendur Þór Magnússon 2 10 8 18
7 Viktor Þór Jörgensson 10 6 4 16
8 Guðmundur Kjartansson 6 4 8 14
9 Stefán Karl Sævarsson 2 6 6 12
10 Ragnar Karl Gústafsson 2 4 4 8
11 Andri Þór Arinbjörnsson 6 2 2 8
12 Kjartan Magnússon 2 2 6 8
13 Atli Einarsson 4 4 4 8
Konur
1 Ragna Þórunn Ragnarsdóttir 2 4 2 6