Hringróður um Hestvatn, næsta laugardag 8.maí

08 maí 2010 18:15 #1 by SAS
Þá er fyrstu ferð Kayakklúbbsins í sumar lokið.
Sveinn Axel, Hildur, Gísli Karls, Gunnar Ingi, Sigrún,
Gísli Hf, Guðrún, Einar, Kristján, Ossi og Þorbergur réru hringróðurinn á Hestvatninu í Grímsnesi. Ekki gekk veðurspáin eftir, meiri vindur, minni hiti og vindurinn meira og minna alltaf í fangið á okkur.
Lögðum á stað frá Vatnsnesi og rérum hringinn réttsælis. Tókum matarhlé vestast við vatnið, við Kamba. Myndir er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20100508Hestvatn02#

Róðurinn endaði í 13,8 km.
kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2010 22:05 #2 by msm
Reikna með að komast í ferðina, Magnús S. M.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2010 15:50 #3 by Einar Sveinn
Sælir.
Ég kem í ferðina.
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2010 10:15 #4 by SAS
Þeir sem eru skráðir í Hestvatns ferðina í fyrramálið eru:

Sveinn Axel & Hildur
Gunnar Ingi & Sigrún
Gísli Hf & Guðrún
Gísli Karls
Ossur
Kristján Viggósson
Þorbergur

Veðurspáin er góð, 10-16 stiga hiti og 4-6 m/s.

Endilega skráið ykkur sem fyrst.

Ef einhverjir eru í vandræðum með far fyrir sig eða bátinn, látið þá í ykkur heyra.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2010 09:59 #5 by SAS
Ég fæ að sjálfsögðu ekki að mæta einn, Hildur kemur einnig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2010 21:29 #6 by Gunni
Ég og Sigrún komum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2010 20:06 #7 by Gíslihf
Ég stefni á að koma með dóttur minni, Guðrúnu, enda hætti ég við fyrirhugaða utanferð og get því kíkt á þessar slóðir þar sem ég var í sveit.

Hún hefur verið á námskeiði hjá Magga og farið með mér í einn sólskinsróður og eina vosbúðarferð með sundi og æfingum.

GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2010 18:01 #8 by Össur I
Daginn :)
Reikna með að mæta.
Össur Imsland
8661866

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2010 16:28 #9 by krivigg
Sælir.
Ég kem í ferðina.
Kristján Viggósson sími 8638315.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2010 12:55 #10 by gsk
Melda mig í ferðina.

Lítur út fyrir að við fáum flott veður og ættum að geta átt góðan dag þarna.

Var á ferð þarna síðasta sumar. Gekk uppá fjall þarna rétt hjá og fékk góða yfirsýn yfir vatnið. Flott umhverfi þarna.

Látið endilega heyra í ykkur hér á korkinum og um að gera að skrá sig inn.

kv.,
Gísli Karls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2010 16:40 #11 by SAS
Veðurspáin fyrir laugardaginn er ótrúleg. 4 m/s, 16 stiga hiti og þurrt. Munið eftir sólarhöttum og sólvörn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2010 20:33 - 05 maí 2010 10:15 #12 by SAS
Suðurlandsvegur ekinn austur, beygt inn á veg 35 við Ingólfsfjall áður en komið er að Selfoss. Síðan ekið inn á veg 354 við Minni Borg, að bænum Vatnsnes. Þorsteinn Magnússon bóndi á Vatnsnesi hefur veitt okkur leyfi til að fara í gegn hjá sér. Þetta er um klst akstur frá Rvk.
Mæting er kl. 10:00 að Hestvatni og róður hefst kl. 10:30 stundvíslega.

Við munum róa hring um Hestvatnið og fylgja landinu sem mest, vindátt mun ráða hvorn hringinn við förum og grynningar hve mikið við eltum víkurnar. Heildar róðrarlengd er um 12-14 km. og gert er ráð fyrir einu kaffistoppi. Þetta er því auðveldur róður, sem hentar öllum ef vindur er ekki mikill.

Þessi ferð er flokkuð með erfiðleikastuðli 1 (1 ár), í nýrri flokkun ferða á vegum ferðanefndar Kayakklúbbsins, sjá nánar
www.kayakklubburinn.is/index.php?option=...le&id=225&Itemid=113

Skráning í ferðina fer þannig fram að þið svarið þessum þræði. Allir velkomnir.

Sjá kort: picasaweb.google.com/sjokayak/20100508He...#5466777941955689218


kv.
Sveinn Axel
Gsm: 660-7002, e-mail: sveinnaxel@gmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum