Löng helgi

24 maí 2010 23:17 - 24 maí 2010 23:19 #1 by StebbiKalli
Replied by StebbiKalli on topic Re:Löng helgi
Við Halli skelltum okkur Norður, Laxáinn stóð fyrir sínu en það hefði verið gaman ef fleiri hefðu verið með í för. Tókum síðan gott runn niður Der Bahn, eða öll heldur ég skellti mér niður Der Bahn en Halli ákvað að nú væri kominn tími á að taka fyrsta ógeðis sundið sitt og synti með glæsi brag og sýndi snilldar takta í að klöngrast uppúr gilinu. Hérna eru nokkrar myndir:
picasaweb.google.com/stefan.karl.saevars...aIAAldalOgDerBahn10#

Ég geri ráð fyrir að það verði fjölmenni í nýliðaferðinni næstu helgi og svo væri gaman að sjá fleiri í ánum í sumar. Skagfirðingarnir hjá Arctic tóku svo líka gott runn niður Garðsá, bara eitt sund hjá þeim.

kv
Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2010 21:13 #2 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Löng helgi
Stefnan verður tekin norður, vonandi í Laxá og Garðsá og kannski eitthvað fleira skemmtilegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2010 17:24 #3 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Löng helgi
Og hvert þá?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2010 17:14 #4 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Löng helgi
Fórum ekki neitt, en ætlum að skella okkur um næstu helgi!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2010 19:15 #5 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Löng helgi
Jæja, hvað segið þið þá? Engar myndir og ekkert frá síðustu helgi?

Fóruð þið kannski aldrei neitt?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2010 14:11 #6 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Löng helgi
Ég væri til í Stóru laxá. Vona að það sé enn smá vatn þegar ég verð á landinu... kannski verða komnir of margir veiðimenn... sjáum til
Gleðilega helgi. Í Sviss er helgi frá miðvikudegi til mánudags, xtra löng helgi :) Ég verð samt að vinna vegna þess að ég fór til Piemont í síðustu viku þegar var ekki löng helgi.
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2010 09:48 #7 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Löng helgi
Hljómar asskoti vel.

Stóra-Laxá er líka alvöru - er líklega alveg fullordins í miklu vatni.

Muna svo ad taka myndir og video og leggja á netid fyrir okkur útlendingana B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2010 23:31 #8 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Löng helgi
Ég talaði við Bóndan í Stóra Langholti í dag og hann sagði að það væri massi af vatni í Stóru Laxá núna

Bara svo þið vitið það B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2010 20:57 #9 by StebbiKalli
Löng helgi was created by StebbiKalli
Það má taka nokkra daga í að leika sér um næstu helgi, með því að taka sér frí á föstudaginn.

Við(Kjartan, Halli, Ragna og Kalli) erum að spá að nýta dagana vel og taka nokkra góða róðra, ár sem koma upp í hugan eru, Hvítá Í Borgarfirði, Jökulsá Austari, Hrúteyjarhvísl, Laxá í Aðaldal, Garðsá ... svo mætti líka skella sér hinn hringinn.

Endilega látið mig vita ef þið eruð game !

kv
Kalli (s. 6641123)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum