Mjóifjörður (Ísafjarðardjúpi) - Spurning?

17 maí 2010 15:13 #1 by Gíslihf
Þessir dagar voru sannkölluð hátíð fyrir kayak iðkendur.
Þær eiginkonur/makar sem voru með nutu sín einnig í botn og eina vandamálið var í einhverjum tilvikum að þær sem voru að róa sín fyrstu áratök og fara sínar fyrstu veltur undir leiðsögn heimsmeistara kvenna stóðu sig of vel í samanburði við þaulvana kappana sína :) Sumir fengu þó mörg prik fyrir að húkka dráttarlínu í bát þeirra og létta undir í of miklum vindi.

Eftir þessa daga stendur það upp úr í huga mínum að þarna í Reykjanesi í Djúpinu fengum við að vera með í kayak-menningu af bestu sort og gleyma okkur heilu dagana við leik og sameiginlega þjálfun.

Það þarf ekki að fara langt út í heim, heimsklassa aðstæðurnar eru í túninu heima !

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2010 14:44 #2 by SAS
Við vorum um 15 manns úr bænum sem tókum þátt í frábærri kayakhelgi í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp um helgina, í umsjón Sæfara á Ísafirði.

Helen Wilson ( www.greenlandorbust.org )
sá um að enginn færi frá Reykjanesinu, nema vera orðinn vel ringlaður af veltum, en veltunámskeiðin hennar voru fullbókuð alla helgina. Það voru margir sem tóku sína fyrstu veltur hjá Helen og hjá öðrum urðu velturnar mun auðveldari en áður.

Veðurguðirnir voru okkur ekki mjög hliðhollir hvað varðar hefðbundinn róður, þar sem vindur var nokkur, en röstin stóð vel fyrir sínu sem og sundlaugin. Róðrarferðirnar voru styttri en oft áður, mikið af sel, fuglum eins og alltaf og hnúfubakar sýndu sig.

Tók saman nokkrar myndir af átökunum í röstinni:
picasaweb.google.com/sjokayak/20100515Re...#5472241685873756418

Dóri, Pétur, Örn, Halldór Óli, Hilmar ofl - Takk fyrir okkur, sjáumst í haust.

kveðja
Sveinn Axel & Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2010 14:35 #3 by Katrín
takk fyrir þetta Gísli, þetta hjálpaði mikið :P

Ég sendi póst á Sæfara og fékk símtal á sömu mínutu og pósturinn fór...ég verð nú bara að segja að miðað við það samtal þá held ég að þetta verði skemmtileg ferð B)

Við erum allavega komin með allar upplýsingar sem þarf og meira...ég þurfti sko að ná mér í kaffi með slúðrinu :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2010 11:11 #4 by Gíslihf
Ísfirðingarnir í Sæfara halda alfarið utan um þennan viðburð og þeir nota aðallega Facebook samskiptin:
www.facebook.com/#!/profile.php?id=1553105242&ref=ts

Viðburðurinn sjálfur "Reykjanes vorhittingur 2010"er svo á:
www.facebook.com/home.php?#!/event.php?eid=153953392712

Nokkrir fara eftir vinnu á morgun miðvikudag, aðrir á fimmtudag.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2010 11:00 - 11 maí 2010 11:01 #5 by Katrín
Ég sá ekki neitt hér um ferðina í Mjóafjörðinn...en er það ekki rétt að það sé verið að fara núna á fimmtudaginn.

Var að velta fyrir mér hvort einhver hér vissi hver heldur utan um ferðina sem maður gæti verið í bandi við.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum