Við vorum um 15 manns úr bænum sem tókum þátt í frábærri kayakhelgi í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp um helgina, í umsjón Sæfara á Ísafirði.
Helen Wilson (
www.greenlandorbust.org )
sá um að enginn færi frá Reykjanesinu, nema vera orðinn vel ringlaður af veltum, en veltunámskeiðin hennar voru fullbókuð alla helgina. Það voru margir sem tóku sína fyrstu veltur hjá Helen og hjá öðrum urðu velturnar mun auðveldari en áður.
Veðurguðirnir voru okkur ekki mjög hliðhollir hvað varðar hefðbundinn róður, þar sem vindur var nokkur, en röstin stóð vel fyrir sínu sem og sundlaugin. Róðrarferðirnar voru styttri en oft áður, mikið af sel, fuglum eins og alltaf og hnúfubakar sýndu sig.
Tók saman nokkrar myndir af átökunum í röstinni:
picasaweb.google.com/sjokayak/20100515Re...#5472241685873756418
Dóri, Pétur, Örn, Halldór Óli, Hilmar ofl - Takk fyrir okkur, sjáumst í haust.
kveðja
Sveinn Axel & Hildur