Sjóbáta og nýliðaferð í Hvítá

31 maí 2010 17:56 #1 by Gummi
Já Gísli það eru takmörk fyrir öllu og þegar menn byrja dagin á teygjuæfingum sökum bakverkja þá er ekki ráðlegt að negla niður Faxa seinni partin sama dag. Ég veit samt að þú hefðir alveg gert það með stakri prýði.

Annars er það um ferðina að segja að hún heppnaðist alveg einstaklega vel og mættu 12 manns í bland af vönum og óvönum ræðurum. 3 kvennmenn mættu sem gerðu þetta enn skemmtilegra fyrir okkur strákana og gáfu þær hörðustu nöglunum ekkert eftir. Einhvað fór lítið fyrir sundferðum en þó litu tvö sund dagsins ljós sem er bara gott og hressandi. Fjórir sjómenn mættu og skildist mér á þim að þeir hefðu bara haft mjög gaman af og nefndi Gísli það að það væri ýmsu öfugt farið í straumvatninu miðað við róður á sjó.

Við sem sáum um ferðina sjáum ekki eftir því að hafa hert þau viðmið sem gerð eru til þáttakenda, því það hafði einungis þau áhrif að við gátum sinnt þeim óvönu mun betur og gefið þeim betri leiðsögn. Þannig að á næsta ári verða sömu viðmið viðhöfð ef við fáum að ráða.

Húsráðendur á Drumbó tóku okkur vel að venju og eiga þeir heiður skilin fyrir frábærar móttökur á hverju ári undanfarin ár ef ekki áratugi.

Þeir sem misstu af ferðini verða bara að reyna að koma aftur á næsta ári eða setja sig í samband við straumræðara hér á korknum, því það er alltaf hægt að plata einhvern okkar í Hvítá í góðum fíling.

Fyrir hönd ferðanefndar þakka ég þeim sem mættu fyrir þáttökuna
Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2010 20:54 #2 by Gíslihf
Jæja þá er búið að reyna að "kenna gömlum hundi að sitja" en ég fékk góða leiðsögn frá Gumma, Kalla og Halla en hann fylgdist vel með mér þessa 10 km niður Hvítá frá Brúarhlöðum.
Nokkrun sinnum heyrðist "nei ekki gera svona" þegar ég notaði einhver lærð viðbrögð af sjónum. Altt gekk þetta vel í fínu veðri, en Gummi gefur örugglega betri skýrslu.
Eftir þessa vel heppnuðu leiðsögn var ég orðinn svo leiðitamur að ég sagði svona hérumbil já þegar Halli vildi bjóða mér niður Faxa í ábæti. Gummi benti mér hins vegar góðfúslega á að þetta væri búið að vera fínt í dag og ástæðulaust að taka séns á að rústa deginum og koma illa farinn heim!

Takk fyrir fína skemmtun og góða kennslu.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2010 17:18 #3 by Gummi
Það er alveg ágætt að taka svunturnar með því þær gætu alveg passað á bátana

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2010 13:42 #4 by Gíslihf
Ég stefni á að mæta kl. 9 við Laugardalslaug.
Ég hef allan sjókayakbúnað en engan straumbúnað.
Líklega passa svuntur mínar ekki en hjálminn get ég væntanlega notað.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2010 13:56 #5 by Óli Egils
Ég er til :S
Óli Egils
861 7707

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2010 19:21 - 28 maí 2010 15:28 #6 by Gunni
Kemst ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2010 18:16 #7 by Gummi
Er lítill áhugi hjá mönnum og konum fyrir þessum skemmtilega viðburði ?

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2010 11:14 #8 by Andri
Ég fór í fyrra en kemst ekki með núna, en þessi ferð var eitt af því sem stóð uppúr hjá mér síðasta kayaksumar. Ég tek undir með Gumma, þetta er skylduferð fyrir vana sjókayakmenn og konur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2010 23:46 #9 by Gummi
Sæl og blessuð öll
Þá er komið að hinni árlegu og mjög svo spennandi nýliðaferð í Hvítá.
Planið er að fara laugardaginn 29. maí og verður lagt af stað frá sundlaugini í laugardal, austur-enda stúkunar við brúnu trégirðinguna. Við mætum þar klukkan 09:00 og leggjum í hann ekki síðar en 09:30. Þeir sem ætla að hitta okkur á Dumboddsstöðum mæta þar klukkan 11:00.

Klúbburinn leggur nýliðum og sjóbátamönnum og konum til straumvatnsbáta, árar og svuntur. Annan búnað þurfa þáttakendur að leggja til sjálfir eða leigja hann fyrir mjög hóflegt verð á Drumboddsstöðum. Annar búnaður er þurrgalli eða blautbúningur, ullarnærföt, neoprensokkar eða skór. Við eigum reyndar einhvað af toppum en þeir eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi.

Sú nýlunda er þetta árið að við óskum eftir að fólk sem hefur aldrei róið sjókayak eða straumkayak á æfini, verði sér út um smá reynslu á komandi sumri og mæti svo sprækt á næsta ári eða finni sér einhvern traustan félaga til aðstoða sig niður ána. Það hefur nefnilega borið á því að algerlega óvanir aðilar hafa komið með í ferðir undanfarina ára og hafa nýtt alla vönustu mennina til að aðstoða sig niður á meðan sjóbátamennirnir og hinir nýliðarnir hafa ekki fengið þá leiðsögn vanra manna sem á að vera innifalin í ferðini fyrir þá.
Við viljum auðvitað nýliða en við viljum að þeir mæti á æfingar í sundlaugini og rói smá á sjókayak fyrst til að fá smá tilfinningu fyrir því hvað það er að sitja í kayak.

Jæja hvað um það við ætlum að eiga góðan dag í Hvítá og róa frá Brúarhlöðum niður að Drumboddsstöðum. En sú leið er rómuð fyrir náttúrufegurð og ljúfar flúðir. Vitað er að einhverjir aðeins vanari ætli að róa frá Veiðistað og sameinast hópnum við Brúarhlöð sem er hið besta mál.

Þau ykkar sem ætla með eru vinsamlegast beðnin um að láta vita af ykkur hér á þessum þræði.
Þetta er alger skylduferð fyrir alla vana sjóbátakalla og konur. Því fátt er hressilegra á kjördag en að dýfa sér í Hvítá í góðum hópi straumvatnsræðara auk þess sem þessi ferð bætir töluvert í sjálfsöryggið ásamt töluverðri losun á Adrenalíni og Endorfíni að ferðalokum. B)

Fyrir hönd ferðanefndar
Gummi J.
S:899-7516

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum