surfið

11 mar 2007 17:03 #1 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:surfið
Já þetta var alveg magnað,soldið öðruvísi að þrusa niður ölduna á svona tryllitæki en á straumbát, maður hefur nógan tíma til að líta afturfyrirsig og skoða hvar er best að skella sér upp vegginn aftur.:woohoo: En þegar maður fer í stóru tuss.. þá er hann fljótur að grafa niður stefnið og hendast framyfir sig, ég hef bara aldrei verið rasskelltur eins duglega, tvisavar meiraðsegja, en það er sennilega bara vegna þess að maður kann ekki nóg. En ugginn undir bátnum var fljótur að týnast í grjótinu í Þorló og nú verð ég sennilega rassskelltur aftur þegar ég skila bátnum til péturs!!:(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2007 16:40 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re:surfið
Já þetta var nokkuð hressandi. Djöfull er flott myndin af halla þar sem sést vel hvernig hann hefur surfað niður alla ölduna, þetta gerist ekki oft á straumkayak. Við verðum að fara aftur, í betra veðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2007 05:34 #3 by sjohundur
surfið was created by sjohundur
fórum i dag halli jon skirnir og eg að testa nyja surfbátinn hans péturs ......vægat sagt brjálað veður en öldurnar voru heldur smáar að okkur fannst í fyrstu.en svo fórum við i gallanna eftir mikið tuð og væl og vesen og þrykktum útí,halli fór fyrstur um borði i valley djasnið og tók allverulega á því i fyrstu öldu og þrykktist i loftköstum eftir öldunni svo að eg visssi ekki hvort eg ætti að taka andköf (sem eg gerði) eða halda afram að taka myndir !!!! akvað að taka myndir frekar en að aumkast yfir trashfestinu sem var i gangi og voru endarnir teknir allsvakalega til kostana þvi að hann accidentalcartvílaði hressilega i langan tíma an þess að vita hvað var að gerast og sá líklegast bara hvítt i dágóða stund áður en hann þrykktist einhvernveginn útúr herlegheitunum allur skakkur og með varalit út á kinn:-) kom svo i land skælbrosandi að vanda,næst var komið að sjohundinum , leist ekkert a skipið i fyrstu, en for svo af stað, eftir að hafa eytt miklumj kröftum og afli i a ð fara ekki aftur fyrir mig þegar leifarnar af öldunum birtust a moti mer náði eg loks einni þokkalegri öldu ,i sða þess að sitja i púðanum og spinna i milljon hringi að hætti transformers þá flaug eg uðða þvilikan hraða að eg varð næstum hræddur,svo karvaði maður bara smooth i goðan tima aður en eg sneri ovart of langt uppí olduna og var ovart farinn að backsurfa totally out of control:-) magnað alveg að geta carvað svona i öldunni a milljon an þess að missa hana ,svaka hraði og fjör. en væri betra að fitta bátinn almennilega .frekar hrár svona beint ur verksmiðjunni,en svínvirkar alveg i miðlungsöldu nýtur sín best virðist vera i 1-2 metra vegg þ.e.a.s. þa missir maður siður nefið niður og sleppur við að frontflippa óvart :-) gó' byrjun a surfkayakamenningu a klakanum og verður gaman að prufa hann i betra veðri næst ....



setti nokkrar myndir inn a myndasíðuna mína sloðin er : www.flickr.com/photos/sjohundur

kveðja sjohundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum