Þetta var hinn besti róður með viðkomu í viðey , þar fóru menn í smá göngutúr til að skoða nágrenið.
Tveir nýliðar voru með í för og stóðu sig bara mjög vel
þar sem seinni hluti róðursins var ekki mjög byrjanda vænn.
Við norðvestur enda viðeyjar upphófust smá sundæfingar enda frekar úfinn sjór , það hefði kanski farið um menn að vera með 2 byrjendur á sínum vegum við þessar aðstæður en ég vissi af góðum félögum í kringum mig og hélt ró minni, enda sannaðist það þegar á reyndi að hópurinn breyttist í vel smurða björgunarvél.
ég vil þakka fyrir aðstoðina með nemendurna , ég hefði ekki viljað vera einn með þá við þessar aðstæður.
Hér eru myndir úr túrnum.
community.webshots.com/user/maggi211100