Félagsróður 10 mars

12 mar 2007 16:06 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsróður 10 mars
Þarna er um að ræða útilistaverk sem var sett niður árið 1990 og heitir Áfangar. Höfundur er Bandaríkjamaðurinn Richard Serra.

Þótt ekki hafi verið verið staðið mjög vel að kynningu á þessum verkum fyrir almenningi í gegnum tíðina, er þó hægt að fá ágæta fræðslu um þau á upplýsingaskilti í Viðey, steinsnar frá kaffistað hópsins á laugardaginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2007 22:17 #2 by Ómar Orri
Replied by Ómar Orri on topic Re:Félagsróður 10 mars
Sælir piltar

ÉG er annar af þessum nýliðum og vill þakka kærlega fyrir mig og þá sérstaklega Halla, Sæþóri og Magga fyrir lærdómsríkt námskeið í byrjun mánaðarins. Það hefur verið mjög gaman að byrja í þessu sporti því það hafa allir verið sérlega skemmtilegir og hjálplegir. Þessi fyrsta félagaferð var mjög góð reynsla og ég hafði mjög gaman af og gott að vita af vönum mönnum sem tilbúnir eru að hjálpa hvenær sem er. Þakka kærlega fyrir mig og vonandi sjáumst við næstkomandi laugardag.
KV.Ómar

PS: Út í Viðey spáðum við soldið í þessa staura sem voru tveir og tveir saman, ég spurðist aðeins fyrir um þá og var sagt að það hefði einhver kani fengið að setja þá niður sem listaverk og þeir tengjast ekki öðrum listaverkum annarstaðar á landinu og það er ekkert að sjá út úr þeim úr lofti?? Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2007 16:31 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 10 mars
FRÁ FRÁ heyrði ég alltí einu og Kalli Geir #1 ***** á fullri ferð í áttina að manninum í sjónum. Á örskotstundu voru komnar 10 ef ekki 15 BCU stjörnur í allt sem stóðu að björgun nýðliðans. Maður reyndi bara að vera ekki fyrir þeim og fylltis öryggiskennd að vita af þessari björgunarsveit í kringum sig.:silly:
15 manns á sjó og nú eru menn virkilega byrjaðir að dusta rykið af kayakdótinu sínu.
Fínn róður.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 mar 2007 15:11 #4 by Maggi
Félagsróður 10 mars was created by Maggi
Þetta var hinn besti róður með viðkomu í viðey , þar fóru menn í smá göngutúr til að skoða nágrenið.
Tveir nýliðar voru með í för og stóðu sig bara mjög vel
þar sem seinni hluti róðursins var ekki mjög byrjanda vænn.
Við norðvestur enda viðeyjar upphófust smá sundæfingar enda frekar úfinn sjór , það hefði kanski farið um menn að vera með 2 byrjendur á sínum vegum við þessar aðstæður en ég vissi af góðum félögum í kringum mig og hélt ró minni, enda sannaðist það þegar á reyndi að hópurinn breyttist í vel smurða björgunarvél.
ég vil þakka fyrir aðstoðina með nemendurna , ég hefði ekki viljað vera einn með þá við þessar aðstæður.
Hér eru myndir úr túrnum.
community.webshots.com/user/maggi211100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum