Það er kanski rétt að það komi líka fram fyrir þá sem að eru að byrja í sportinu að Jón Skírnir er án efa skemmtilegasti ræðari landsins og sem hefur stundað sportið af miklum krafti og því eftir miklu að sækjast að fá að sitja námskeið hjá kappanum.
Jæja eftir vel heppnaða Hvítárferð ætla ég að grípa tækifærið og minnast á að ég er til í að halda straumkayaknámskeið í júní, t.d. 11-13 júní. Ef það er einhver áhugi fyrir slíku, þá vil ég heyra í fólki annaðhvort á korkinum eða e-mail jsa@ieee.org.
Því fyrr því betra
Sjáumst annars von bráðar
Jón Skírnir