Vogar-Keflavík, 12.júní

17 jún 2010 10:57 #1 by msm
Replied by msm on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
Ég þakka kærlega fyrir frábæra ferð og ekki spillti að hafa oltið eins og ... og þakka Lárusi, Ólafíu og öllum öðrum sem þátt tóku í frækilegri björgun. Ég sannfærðist raunar enn frekar um mikilvægi þess að líta á kayak sportið hér á landi fyrst og fremst sem "rough weather kayaking", að geta eitthvað eins og veltu eða björgun verði að miðast við slíkar aðstæður enda þá lang líklegast að þörfnin komi upp.

Þegar farið er af stað í flugferð skoða allir myndir sem sýna hvar útgönguleiðir eru o.s.frv. Væri etv gott að fara yfir það í upphafi ferðar hvaða björgunaraðferðir eru notaðar? Þegar til björgunar kom í þessar ferð voru væntingar greinilega ólíkar og tafði það nokkuð fyrir -- svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að æfa þetta allt oftar og betur eins og Lárus benti á.

Þessi ferð sýndi einnig hversu varsamt er að treysta á almenna veðurspá. Við áttum að vera í SA átt og í skjóli af Reykjanesinu, en undir lokin var þessu nánast 180° öfugt farið.

En sem sagt bestu þakkir fyrir frábæra ferð.
Magnús S.M.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2010 17:54 #2 by Sævar H.
Þetta eru afbragðs myndir sem Andri tók. Og þetta trausta björgunarskip, Hasle Explorer frá Noregi (gulur) er sem sjóborg að sjá við björgunarstörfin. Sannalega ómissandi skip í hverri sjóferð. Ólafía hefur staðið sig vel og hún virðist ein um björgunina. Það er gaman að þessu þegar svona vel tekst til. Það þarf að gæta sín á þessum toglínum-að flækja sig ekki í þeim þegar menn fara á hvolf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 18:49 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
Þetta hefur eins og alltaf verið mikil skemmtun, eins og ávallt er í ferðum Kayakklúbbsins.

Flottar myndir hjá Andra, ekki einfalt að taka myndir þegar aldan er farin að sýna sig.

Átti ekki tök á að taka þátt í ferðinni í dag, en þetta er svæði sem ég á eftir að róa og mun róa síðar.h

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 18:34 #4 by Gíslihf
Þetta var skemmtileg ferð sem reyndi hæfilega á alla sem tóku þátt. Skv. vindakorti Veðurstofu var SA átt og það passaði þegar hoft var á skýjatætinginn sem fauk yfir bjargið út á flóann, hins vegar var vindurinn á eftir okkur og því frá austri undir bjarginu þegar nær dró Ytri Njarðvík. Þetta er það sama og gerist meðfram fjallahlíðum, vindurinn breytir um stefnu og rennur meðfram hlíðum.
Síðan náði SA áttin að byggja upp öldu sem náði um einum metra af og til og reyndi að rugla jafnvægið ræðaranna. Það var létt að róa undan vindinum en erfitt að athafna sig ef eitthvað bar út af.
Þegar Lárus var að draga tók ég eftir því að hann átti erfitt með að halda réttri stefnu og skyndilega var honum kippt á hvolf. Samkvæmt formúlu BCU átti hann nú að losa beltið í kafi og koma svo upp. Ég varð samt feginn þegar veltumeistarinn sjálfur kom knálega upp á vinstri veltu, en áfram var eitthavað að trufla. Þá kom í ljós að toglínan var undir bátinn niður frá vinstri mjöðm en bátarnir í togi voru hinumm megin. Þegar alda rykkti í þá vippuðu þau honum einfaldlega á hvolf. Ég gat leyst úr þessari flækju og bættist svo við fremst í toglestina með því að húkka í bát Lárusa.
Það var ýmislegt fleira sem flæktist fyrir og við getum lært af, en ég læt þetta nægja.
Þökkum Andra fyrir skipulagninguna og kaffihúsið!
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2010 17:34 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
Sjö manns mættu í rokinu til að róa frá Vogum að Keflavík. Þeir sem tóku þátt voru ég, Gísli HF, Lárus, Ólafía, Þorbergur, Magnús og Perla.
Fyrsta stopp var í Vogavík, þar lentum við á skeljasandsfjöru og skoðuðum gamlar húsatóftir í víkinni. Þaðan var ferðinni haldið undir Vogastapa og til Njarðvíkur. Við tókum kaffistopp fyrir utan heima hjá mér og héldum síðan af stað til Keflavíkur. Þá vorum við komin undan skjólinu af Vogastapa og lentum í miklum vindi og öldu. Stuttu eftir að við komum framhjá Keflavíkurhöfn hvolfdi einum bátnum og ræðarinn lenti á sundi. Eftir þetta voru tveir bátar í togi alla leiðina í smábátahöfnina. Togið reyndist mjög erfitt í þessum mikla hliðarvind og öldu. Annar kayakinn sem var í togi var fullur af sjó og þegar aldan tók bátana með sér strekktist vel á dráttartauginni.

Ég tók nokkrar myndir, sjá hér picasaweb.google.com/Kayakmyndir/VogarKeflavik12Juni2010#

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2010 23:36 #6 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
Ég er búinn að útvega Perlu kayak og hún fær far með Ólafíu. Ef einhver lendir í vandræðum með að finna okkur í fyrramálið þá er hægt að hringja í mig í síma 6995449.
Sjáumst á morgun.
Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2010 21:36 #7 by Þorbergur
Ég hef auka kayak pláss á bílnum, en hef ekki lyklavöld að aðstöðunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2010 21:33 #8 by Þorbergur
Ég stefni á að mæta!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2010 19:21 #9 by SPerla
Ég ætla líka með ef einhver getur gefið mér far ásamt kayak og búnaði (sem ég þarf reyndar að fá lánað hjá klúbbnum ef hægt).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2010 18:18 #10 by Þóra
Ég ætla með

Kveðja Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2010 12:30 #11 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
Spáin fyrir laugardaginn er SA 6-8. Ef hún rætist þá verðum við í góðu skjóli undir bjarginu og fáum meðvind frá Víkingaheimum í Keflavík

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2010 11:27 #12 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
ég kem með i þetta

kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2010 09:21 #13 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
Það eru bara þrír skráðir þátttakendur. Engir fleiri sem ætla með?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2010 09:23 #14 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Vogar-Keflavík, 12.júní
upp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2010 17:24 #15 by Andri
Laugardaginn 12. júní verður farið annað árið í röð í svokallaða „suður með sjó“ ferð. Í fyrrasumar var róið frá Kúagerði að Vogum en nú stendur til að taka upp þráðinn og róa frá Vogum að smábátahöfninni í Keflavík. Lagt verður af stað frá höfninni í Vogum en þar eru næg bílastæði og auðvelt að sjósetja báta. Þaðan verður róið inn með Vogavík og undir Vogastapa. Vogastapi er 80 metra hátt og u.þ.b. 3 km langt bjarg með fjölskrúðugu fuglalífi og hellum sem er gaman að skoða. Kaffistopp verður tekið hjá Húsi Íslendings við Víkingaheima í Innri-Njarðvík. Aðkoman sjóleiðis að Húsi Íslendings er mjög skemmtileg og víkingaskipið Íslendingur blasir við þeim sem róa inn fyrir brimvarnargarðana. Eftir kaffistopp verður róið að Njarðvíkurhöfn og þaðan inn í Keflavík. Kayakarnir verða teknir upp við rampinn í smábátahöfninni í Keflavík. Ferðin er u.þ.b. 13 km löng og ætti því að taka u.þ.b. 4 tíma í blönduðum hóp með kaffistoppum.

Mæting er kl. 10:00 við höfnina í Vogum og róður hefst kl. 10:30 stundvíslega.

Þessi ferð er flokkuð með erfiðleikastuðli 2 (2 árar), í nýrri flokkun ferða á vegum ferðanefndar Kayakklúbbsins, sjá nánar
kayakklubburinn.is/index.php?option=com_...le&id=225&Itemid=113

Ætlast er til þess að þáttakendur skrái sig, annað hvort með því að svara þessum þræði eða senda póst á andrita05@ru.is

Kv, Andri Þór Arinbjörnsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum