Það var ansi vindasamt og stórar öldur sem veltust inn frá vestri þegar við lögðum i róður, settum undir okkur hausinn og puðuðum á móti Kára sunnan megin við Viðeyna og tókum kaffistoppið i sólskálanum góða. Þegar við snérum til baka hafði heldur lægt en við fengum þó fínan lens til baka, tókum nokkrar æfingar i sandfjörunni við áburðarverksmijuna, fórum upp í fjöru og út aftur, sem gekk nú stundum ansi brösuglega. Hörður sá um róðrarstjórn, aðrir sem réru voru Gunnar Ingi, Svenni, Beggó, og Lárus. Þorbergur og Ólafur tóku skemmri skírn á róðrinum.
lg