Snæfellsnes, Arnarstapi ofl., 9.-11. júlí 2010.

04 júl 2010 16:45 - 04 júl 2010 16:47 #16 by SAS
Við Hildur mætum. Er ekki ætlunin að gista báðar næturnar í Langaholti?

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 16:08 - 04 júl 2010 16:09 #17 by Gíslihf
Nú eru aðeins nokkrir dagar í næstu sumarferð á vegum Kayakklúbbsins föd.-sd. 9.-11. júlí á sunnanverðu Snæfellsnesi og er ætlunin að skoða svæðið frá Búðum og vestur fyrir Arnarstapa við ströndina.

Mæting er um eða eftir kvöldmat á föstudeginum í tjaldstæðinu neðan við Langaholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Ef nafnið Langaholt er ekki á ykkar vegakorti þá er það neðan við bæinn Garða á vegi 54, sem liggur umhverfis Snæfellsnes og hér er slóð um þjónustuna þar: www.langaholt.is

Ekki er á dagskrá að róa um kvöldið, en þeir sem vilja geta spreytt sig í fjörunni fyrir neðan, en þar er brim ef eitthvað er af sjó. Annars er ætlunin að mæta kl. 10:00 á laugardagsmorgni við Hótel Búðir og á sunnudagsmorgni um kl. 10:00 við Arnarstapa en þetta verður allt endurskoðað jafnóðum eftir veðri og aðstæðum og farið í Grundarfjörð ef veður er erfitt sunnan á nesinu.

Veðurspáin sem komin er lofar góðu fyrir laugardaginn, en veðrið fyrir sunnudaginn sést ekki enn hjá Veðurstofunni. Svæðið er erfitt þegar alda kemur úr flóanum og þótt við setjum á ferðina 3 árar þá er svæðið oft ófært fyrir kayakróður og hins vegar er þetta svæði klettótt og ekki hægt að komast í land hvar sem er og því væri það aldrei minna en 2ja ára róður þótt í ládauðu væri og það er því ljóst að ferðin hentar ekki fyrir algera byrjendur. Svæðið er sérstaklega fallegt í góður veðri.

Þeir sem hafa hug á að vera með, láti mig vita og mega gjarna setja línu hér á korkinn.

Umsjón:
Gísli H. Friðgeirsson,
gsm 822-0536,
e-mail gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum