Á laugardagsróðri með Viðey

04 júl 2010 22:34 - 05 júl 2010 00:27 #1 by Sævar H.
Það viðraði vel til kayakróðra fyrir lítt þjálfaðan ræðara sl. laugardag þ. 3. júlí.
Ég lagði upp frá Geldinganesinu um hádegið og réri vestur Eiðsvíkina.
Slétt var í sjóinn allt að Fjósaklettunum. Þá var komin innlögn af NV og nokkuð kröpp alda. Og stefnan var sett á Þórsnesið á Viðey.

Þetta virtist ætla að verða tíðindalítill róður.
En það breyttist .
Á móti mér komu tveir ræðarar ,þeir Gunni I. og Eymi. Ég renndi mér milli þeirra og spurði tíðinda. Þeir höfðu róið yfir í Akurey og á bakaleiðinni hugðust þeir skoða tígulegt herskip sem lá í Sundahöfninni-fánum skreytt BNA freigáta í tilefni þjóðhátíðardagsins 4. júlí.
Ekki var viðmót sjóliðanna með þjóðhátíðarbrag vegna komu hinna íslensku sjókayakvíkinga-Eyma og Gunna.

Vopnabragur var á liðinu og hinir vígalegustu. Íslenskur lögreglubátur sigldi á milli og beindi hinum "herskáu" kayakköppum út fyrir markaða víglínu.
Þeir héldu í friðsemdina við strönd Viðeyjar að þeir héldu.

Þar tók á móti þeim mávahersing og lét illa. Leikar enduðu þannig að Eymi var skotinn driti miklu á höfuðið og varð af sletta mikil.
Og þegar ég hitti þá félaga var runninn af þeim mesti vígamóðurinn og áttum við skemmtilegt spjall.
Skildu þar leiðir.
Ég réri síðan vestur fyrir Hjallasker og snéri til baka. Þá var komið hæglætis veður .

Þegar ég er kominn skammt austur fyrir Fjósaklettana fór að færast líf í sjóinn-þó blankalogn væri . Mikil mergð laxa fór skyndilega að stökkva allt um kring. Sumir voru alveg við kayakinn hjá mér.
Ég opnaði vel dekktöskuna ef vera skyldi að einn eða fleiri hefðu hug á að stökkva yfir kayakinn. Ég ætlaði þá að setja lúkuna snöggt fyrir og bjóða pláss í dekktöskunni.
Til þess kom ekki. Þessi rólyndis kayakróður hjá mér varð óvænt nokkuð tíðindasamur.



Nokkrar kyrralífsmyndir frá Viðeyjarróðrinum

picasaweb.google.com/1092184226548600605...v1sRgCMbOk7Togf6-DA#

Hákarlabás við Áttæringsvör í Viðey
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum