Leiga/lán á búnaði ?

07 júl 2010 17:37 #1 by Gíslihf
Sæll Gísli Steinn.

Félagsróðrar veita alltaf möguleika á að vera með þótt viðkomandi eigi ekki kayakbúnað, aðeins hlý föt, t.d. ullarnærföt, vaðskó og húfu og vettlinga en þó er sjór farinn að hlýna verulega nú. Það eru 4 bátar frá klúbbnum í Geldinganesi, venjulega með biluðu stýri, til að lána og svuntur og vesti og annað sem er þó gamalt og slitið.
Slíkur félagsróður er t.d. nú á fimmtudagskvöld kl. 19, mæting hálftíma fyrr.

Svo held ég að nýr rekstraraðili í Hvammsvík í Hvalfirði sé með nokkra báta og búnað, og nokkrir ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum, en ég veit ekki um neinn í borginni.

Við sem eigum okkar búnað vitum að það kostar orðið tvöfalt að endurnýja það sem gengur úr sér, það sem áður var fjárfesting upp á 2-3 hundruð þús. kr. er nú 5-600 þús. kr. og því ekki beint vit í því að lána nema hafa af því öruggar tekjur.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2010 16:36 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Leiga/lán á búnaði ?
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur á búnað sem geymdur er í Hvammsvík. Ég er viss um að þú getir fengið lánað þar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2010 14:06 #3 by Gislinn
Enginn með neinar ábendingar eða upplýsingar ? :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2010 18:02 - 06 júl 2010 18:04 #4 by Gislinn
Frænka mín sem er búsett erlendis er í heimsókn hér á klakanum og vill ólm komast á sjó kayak hér (hún hefur farið í svíþjóð á kayak).

Ég er að velta fyrir mér hvort það er einhver staðar hægt að fá lánaðann/leigðann fatnað og annað slíkt fyrir hana og báta + árar fyrir okkur bæði (ég á allann fatnað sjálfur fyrir mig en á ekki sjó kayak). Við erum staðsett á höfuðborgarsvæðinu.

Allar upplýsingar eru vel þegnar. ;)

Fyrir fram þakkir,
kv. Gisli Steinn

VIÐBÓT: þegar ég segi fatnað þá er ég aðalega að tala um helsta búnað eins og kayak topp, svuntu og vesti fyrir hana. :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum