Laugardagur 17. júlí - Straumfjörður/dagsferð

13 júl 2010 16:13 #16 by Þóra
Ég og Klara erum að spá í að vera með.

kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2010 22:28 - 12 júl 2010 22:36 #17 by Sævar H.
Umhverfi Straumfjarðar á Mýrum er eitt af betri kayakróðrarsvæðum hér við Faxaflóann. Mikið af skerjum og eyjaklösum sem iða af fuglalífi. Veðurútlit fyrir laugardaginn er gott. Sjólaust vegna ríkjandi norðanáttar fyrr um vikuna. Nú er bara að drífa sig í góðan róður.
Ég set hér inn kort af svæðinu fólki til glöggvunar.
Sjálfur hef ég hug á að mæta til róðra. :)

Kort af róðrarsvæðinu og vegaleiðir í Straumfjörðinn
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5493148106417550418 :)

Undan Álftanesi á Mýrum
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2010 22:06 #18 by Reynir Tómas
17. júlí – Straumfjörður.

Umsjón Reynir Tómas Geirsson, gsm: 824-5444, e-mail: reynir.steinunn@internet.is This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

Dagsferð í Straumfjörð á Mýrum. www.kayakklubburinn.is/components/com_ku.../emoticons/smile.png
Sólin virðist ætla að skína og róðrarveður með besta móti skv. útlitinu nú fyrir þetta einstaka svæði. Ferð sem er m.a. ætluð þeim sem eru að byrja að ferðast á kayak, en hafa samt einhverja reynslu (sjá dagskrána og öryggisreglurnar). Reyndari félagar munu leggja sig eftir því að leiðbeina þeim óreyndu. Mæting um kl. 10:00 á laugardagsmorgni í Straumfirði og farið á sjó kl. 11:00. Það tekur um eina og hálfa klst að keyra í Straumfjörð, sem er sérstaklega fallegur staður stutt frá Reykjavík (minnismerki um franska skipið Pourqui pas? er þar). Farið er niður á Mýrar rétt handan við Langá á Mýrum í átt að Ökrum og þar áfram þar til komið er að afleggjara niður í Straumfjörð. Fara þarf varlega vegna kríuunga á veginum nálægt bænum og mikils fuglalífs á svæðinu. Farið meðfram bænum og út að sjónum suðvestan við bæinn og leggið við ströndina neðan við sumarhús sem þar er. Róið verður annaðhvort norður að Knarrarnesi og e.t.v. að Hjörsey á Mýrum eða enn líklegar suður með ströndinni að breiðum hvítum sandströndum við mynni Borgarfjarðar (að Kúaldarey og Álftanesi) og farið heim seinni part dags.
Ekki er lengur hægt að tjalda í Straumfirði, en hugsanlegt að fara norður að Laugagerðisskóla á Mýrum rétt norðan við Haffjarðará á laugardagskvöldi og tjalda þar, og fara næsta dag annaðhvort niður að Ökrum við Akraós og róa þar eða fara niður í Haffjarðarós og róa niður í Bæjarey og Haffjarðarey, ellegar fara á Hlíðarvatn.
Látið vita á korkinum, með e.maili til mín eða hringið í mig til að tilkynna þátttöku, enda gott að vita nokkurn vegin hverjir koma. Allir velkomnir og þurfa ekki að vera félagar í klúbbnum.

Reynir Tómas.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum