Nú eru senn mót tveggja mánaða, heyanna og tvímánaðar og af því tilefni var efnt til síðasta róðurs á heyönnum, nánar tiltekið milli miðaftans og náttmála. Ein tylft ræðara mætti í róðurinn og var róinn Viðeyjarhringur. Áð var í eynni, við Áttæringsvörina góðkunnu, sjór var ládauður, örlítill andvari af suðri og hálffallið. Noh.
Þegar hér var komið sögu voru ungu mennirnir, Eymi, Lárus og Össur búnir að taka nokkrar feykigóðar veltur, en Gunnar Ingi blandaði sér þá í leikinn með fræknleik sínum og neyddi þremenningana til að sýna enn meiri tilþrif og mátti vart milli sjá hver bæri af úr þessum annálaða fríðleiksmannahópi.
Að lokinni hressingu í Áttæringsvörinni héldu leiðangursmenn og -konur ferðinni áfram og réru fyrir Kattarnef Viðeyjar og austur með Eiðshólum og linntu ekki látum fyrr en við Geldinganesið, nánar tiltekið við brygguna þar sem enn var efnt til mannjöfnuðar á veltusviðinu. Segir ekki frekar frá því, en kappróður var síðan heim á leið og tók Gunnar forystu á sænsku trillunni sinni. Honum var samstundis veitt miskunnarlaus eftirför af þýska kafbátnum undir stjórn undirritaðs var það ójafn leikur. Lýkur þar sögu vorri og gaman að því. Þessir réru:
Hafþór
Gerða
Ólafur
Össsur
Eymi
Gunnar
Lárus
Orsi
Þórsteinn
Lárus nýliði (fór snemma)
Kona hans (fór snemma)
Félagi á Nuvak bátnum