Tilraun tveggja ungra Norðmanna til að róa umhverfis Svalbarða eyjaklasann endaði aðfaranótt 28. júlí s.l. þegar ísbjörn réðist á þá í tjaldinu eins og sumir hafa vafalaust séð í fréttum.
Fyrir tveimur árum reyndu þeir Alon Ohad og Tim Starr að róa sömu leið og fóru þá einnig frá Longyearbyen og réttsælis. Þeir voru komnir heldur skemmra eftir 20 daga þegar þeir urðu að hætta vegna þess að ísinn rak að landi norðan við Spitsbergen og Ohad fór með bakið á sér við að draga kayak sinn eftir ísnum til að komast að landi (
www.ohad.info/svalbard). Þeir höfðu reyndar nær verið skotnir af hálfsofandi Norðmanni þegar þeir komu um miðja nótt að kofa hans en töku ekki eftir vír sem var strengdur umhverfis til að setja í gang aðvörunarflautu ef ísbjörn ætlaði inn.
Þeir voru þá einni sóttir af þyrlu eins og hinn slasaði Norðmaður. Þegar við skoðum síðu þeirra félaga Ludvig og Sebastian (
www.svalbard360.com) sjáum við að þeir hefðu vel getað klárað verkefnið. Þeir eru búnir að þrautþjálfa sig í norskum ísilögðum fjörðum, sofa þar í tjaldi á ísnum, æfa skíðagöngu og veiðar og úthugsa næringu og nesti til að komast alla leið hjálparlaust, enda hafði ferðin gengið mjög vel.
Það sem mér finnst helst vera í ólagi hjá þeim er hve miklu þeir þurftu að stafla ofan á dekkið, enda eru bátarnir eins og drekkhlaðnir síldarbátar að sjá.
Það er hægt að finna fréttir af þeim með því að leita a vefnum eftir fullu nafni t.d. hér:
www.explorersweb.com/oceans/news.php?id=19544
Kv. GHF.
PS: Enn hefur engum tekist að róa hringinn um Svalbarða.