Hilmar er nýlentur frá Svíþjóð þar sem hann fór á námskeið hjá Oscar Chalupsky ásamt því að keppa á surfski bæði í sprettróðri og 25 km róðri. Hann lenti í 10 sæti í sprettinum og 25 sæti í 25 km keppninni. Í 25 km keppninni lögðu 38 af stað en aðstæður voru mjög erfiðar þannig að 6 heltust úr keppninni. Þetta verður að teljast frábær árangur þar sem hópurinn sem þarna var samankominn samanstóð af fólki sem er þaulvant á surfski og margir sem náð hafa langt á alþjóðlegan mælikvarða í kayakróðri. Hilmar er reynslunni ríkari eftir þessi tvö námskeið með fremstu kayak keppnismönnum sem völ er á.
Hér er linkurinn á keppnina:
www.seamasters.se/results.php