Sælir félagar, Morten Siegstad gefur skýringu á vindinum í innleggi á:
sermitsiaq.ag/indland/article126472.ece
Der er også en faldvind i sydgrønland som blæser fra øst, over fra østkysten stiger den og kommer over fjeldene og falder, derefter stiger den i temperatur mens den tiltager i styrke og på den måde giver kraftig vind. Den bliver kaldt for Nigeq.
Men Piteraq findes kun i Ammassalik da den bliver kraftigere af den "tragt formet" indlands is som sammen med faldvind som giver større styrke giver ekstra skub i vinden da den kommer gennem denne trakt. Den hedder så Piteraq.
Nør vi har stormstyrke eller orkan styrke har vi forskellige navne på dem, men vi kalder ikke alle storme i østgrønland for Piteraq.
Eins og sjá má er um afar sérstæðar aðstæður að ræða sem ekki virðast koma upp með sama hætti annars staðar í Grænlandi.
Af vefsíðum dönsku blaðanna má ráða að alls hafi 26 kajakræðarar verið á svæðinu þegar vindurinn gekk yfir. Seks töpuðu öllum búnaði og eru líklega komnir hingað til lands. Aðrir 6 virðast hafa lent í erfiðleikum án þess að tapa búnaði. Ekki er vitað um hvar 14 eru niðurkomnir, en þess er getið að það þurfi alls ekki að vera að þeir hafi lent í vindinum og gætu þeir verið í rólegheitum algjörlega óafvitandi um að þeirra sé leitað. ekki er neitt tilkynningakerfi í Grænlandi og svo virðist sem þeir ræðarar sem þarna um ræðir hafi ekki komið upp eigin tilkynningakerfi.
Bestu kveðjur, Þórólfur.