Norsk veðurspá, staðbundnar spár.

15 ágú 2010 15:24 #1 by Sævar H.
Heima er best. Haldið ykkur við "veður.is" og "Belging". Enn samt er nauðsynlegt að spá sjálfur í hvar ýmsir vindstrengir geta myndast. Þar er fjallendi mjög skemmtilegt til spádóma og hversu langt frá mikill vindur getur skellt sér niður.
Íslensku stöðvunum er sífellt að fara fram. Þetta er mín reynsla- sér í lagi á sjó-skammt undan ströndum..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2010 13:18 #2 by Rúnar
Yr.no er víst ágæt en spárnar verður að taka með fyrirvara. Í kjölfar þess að tveir ferðamenn, kona og ungur drengur, týndust á Langjökli í vetur spannst nokkur umræða um spár á netinu, m.a. yr.no. Nokkrir veðurfræðingar, þ.á m. Haraldur Ólafsson skrifuðu grein í Moggann 20. feb. Hér er það sem sagt var um yr.no:

"Sumar spánna á vefnum eru svo vitlausar að það verður varla litið á þær öðruvísi en sem einhvers konar grín. Aðrar eru betri og í þeim hópi má að jafnaði telja staðaspár af vefnum yr.no. Svo virðist sem allnokkrir á Íslandi noti þær spár og er þeim kennt um að vélsleðaferð á Langjökli fór á annan veg en að var stefnt í upphafi. Rétt er því að staldra við þær spár. Að baki spám á yr.no fyrir staði á Íslandi liggja niðurstöður reikninga sem eru af svipuðu tagi og ofangreind spákerfi á belgingur.is og vedur.is notast við til að lýsa veðrinu á jaðri reiknisvæðisins umhverfis Ísland. Þeir reikningar duga þokkalega til að lýsa lægðagangi, en því verr til að lýsa staðbundnu veðri og mörgu af því sem á sér stað í neðstu lögum lofthjúpsins. Það skilar sér fyrst og fremst í því að óveður týnast í kerfinu. Í sumum gerðum óveðra er vindur kerfisbundið of hægur og aðrar gerðir óveðra koma aldrei fram. Lítum á tvö dæmi frá þeim degi þegar umræða um Langjökulsleitina stóð sem hæst. Á 2. mynd má sjá spár og mælingar á vindi mánudaginn 15. febrúar 2010. Á sunnanverðu Snæfellsnesi er meðalvindur um 25 m/s en um 20 m/s á Holtavörðuheiði. Spákerfið íslenska gefur vindhraða sem er 5-7 m/s undir mældum vindi svo þar er greinilega svigrúm til bóta. Á yr.no var á sama tíma spáð 10 m/s, sem er kolvitlaust. Það kemur þó alls ekki á óvart. Óveðrið á Snæfellsnesi er staðbundið og tengist fjallgarðinum. Sá fjallgarður er ekki með í reikningunum sem liggja að baki yr.no og því er ekki hægt að gera sér vonir um að slíkum staðbundnum óveðrum sé nokkurn tímann spáð í því kerfi, hvorki á Snæfellsnesi né nærri öðrum fjöllum og jöklum landsins. Vindurinn á Holtavörðuheiðinni er líka vanmetinn, sérstaklega á yr.no. Það tengist flæði hreyfiorku í neðstu lögum lofthjúpsins yfir landi, en margt bendir til að það sé rangt reiknað í óveðrum í flestum veðurspálíkönum. Sú villa virðist vera stór í yr.no og ættu þeir sem nota það kerfi að hafa það í huga.


Þetta kom m.a. fram um yr.no í frétt Morgunblaðsins 19. febrúar sl.:

"Í tengslum við sleðaferðina á Langjökli sl. sunnudag, þar sem tveir ferðalangar týndust en fundust heilir á húfi síðar, hefur komið fram að viðkomandi ferðaþjónusta styðst gjarnan við spár norsku veðurstofunnar (yr.no). Einar [Sveinbjörnsson] segir að menn haldi sig gjarnan við ákveðna spá vegna reynslunnar og tilfellið sé að hægt sé að fá staðarspár fyrir hina og þessa staði á landinu á mörgum vefsíðum. Norska veðurstofan sé með mörg landfræðiheiti á Íslandi í staðarbanka og forritið finni næsta reiknipunkt viðkomandi staðar í líkaninu. Sé Reykjavík slegið inn getur næsti reiknipunktur til dæmis verið úti á Faxaflóa eða uppi á Hellisheiði. Það fari eftir því hvað reiknilíkanið sé reiknað í þéttum möskva hvað langt sé í næsta punkt." - Eftir Steinþór Guðbjartsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2010 10:44 #3 by SAS
Á þessari vefsíðu er hægt að fá staðbundna veðurspá fyrir nánast hvaða krummaskuð sem er. Góð viðbót við Belging.is og vedur.is

www.yr.no/place/Iceland

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum