Þessu er ég hjartanlega sammála, alveg frábær fyrirlestur um málefni sem kayakfólk þarf að kunna skil á. Bæði Mikael og fræðslunefndin eiga hrós skilið fyrir framtakið.
Fyrir þá sem komust ekki á fyrirlesturinn þá er til ágætisplagg um þetta frá landlæknisembæattinu á þessari slóð: www.landlaeknir.is/Uploads/FileGallery/U...fkaeling_mars.06.pdf
Fræðslufundurinn um ofkælingu var að mínu mati alveg frábær og undirstrikaði hversu mikilvægt það er okkur sem stundum þetta holla og skemmtilega sport , að vera vel meðvituð um kulda sjávar hér á norðurslóðum og þær varnir sem okkur eru nauðsynlegar.
Fyrirlesarinn Mikael R. Ólafsson flutti fróðleikinn með mjög áhugaverðum hætti og skiljanlegum okkur kayakfólkinu.
Sem sagt takk fyrir góðan fræðslufund.
Fátt er okkur kayakfólkinu nauðsynlegra en að vera vel upplýst um ofkælinu, varnir gegn henni og að þekkja áhrifin og þær hættur sem henni fylgja.
Nú hefur Kayakklúbburinn boðað fræðslufund um málefnið þann 21. mars 2007.
Kayakfólkið er sérstaklega hvatt til að nýta sér þetta tækifæri til að efla öryggisvitund sína á þessum mjög svo mikilvæga þætti sem er órjúfanlegur hluti af kayakmennskunni.