Fræðslufundurinn um ofkælingu var að mínu mati alveg frábær og undirstrikaði hversu mikilvægt það er okkur sem stundum þetta holla og skemmtilega sport , að vera vel meðvituð um kulda sjávar hér á norðurslóðum og þær varnir sem okkur eru nauðsynlegar.
Fyrirlesarinn Mikael R. Ólafsson flutti fróðleikinn með mjög áhugaverðum hætti og skiljanlegum okkur kayakfólkinu.
Sem sagt takk fyrir góðan fræðslufund.