Langisjór næstu helgi

23 ágú 2010 22:40 - 23 ágú 2010 22:47 #1 by SAS
Við fórum fjögur sem réru Langasjó í lok júlí 2006.

Upplifuðum einstaka fegurð Langasjó í logni á leiðinni að jökli. Um nóttina fengum við yfir 20 m/s og töluverðan vind á leiðinni til baka sem endaði í svarta þoku. Það er alltra veðra von á þessu svæði, en veðurspáin var góð þessa daga sem við rérum. Gott tjald er nauðsyn.

Á leiðinni til baka voru miklir sviftivindar, sem komu úr mismunandi áttum. Maður heyrði í vindhviðunum koma, en vissi ekki úr hvaða átt vindhviðan kom.

Myndir er að finna á picasaweb.google.com/sjokayak/2006_07_28KayakferdALangasjo#

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2010 13:01 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langisjór - veðurathugun
Mér þótti áhgavert að skoða veðurathugun Veðurstofu nú við Jökulheima, rétt norðan við Langasjó, þar sem við hefðum róið og tjaldað ef ferðin hefði verið farin.

Vindur frá því í gær hefur verið líkt og spáð var yfir 10 m/s og oft í kringum 15 m/s en beint úr norðri en ekki NA sbr:
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/sudaus...w=table&station=6670

Í morgun kl. 5 var hitastigið 1,3°C og daggarmark 0°C enda rakastigið 89%. Nú lækkar hitstig lofts, meðan ekki myndast þoka eða rigning, um tæpa 1°C á hverja 100 m og því má ætla að þokan hafi verið í um 150 m hæð og hvítnað hafi í efstu hlíðar Fögrufjalla en þau rísa um 2-300 m yfir Langasjó.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2010 21:49 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langasjó aflýst !
Ágætu félagar og þið sem ætluðuð á Langasjó!

Ég verð því miður að aflýsa þessari klúbbferð vegna veðurs

og hef þegar rætt við alla nema Grith. Þá styðst ég við staðarspár veðurstofunnar: www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudausturland/ og jafnvel þótt vindakortið líti mikið betur út fyrir svæðið þori ég ekki annað en að taka meira mark á staðarspám fyrir Vatnsfell og Jökulheima.

Þetta er ákvörðun sem ég tek sem ábyrgur fararstjóri að höfðu samráði - og það versta sem getur gerst í framhaldi af því er að hitta síðan einhvern sem var við Langasjó um helgina í sól og blíðu!

Með bestu kveðjum,
Gísli H. Friðg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2010 20:10 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Langisjór - staðan
Þeir sem eru nú á listanum fyrir róður um Langasjó 20. og 21. ágúst eru:
Gísli, Grith, Lárus, Ólafur og Örlygur.
Lárus og Ólafur eru með fjallabíla.
Ég hef samið um far með Lárusi, þannig að Örlygur og Grith þyrftu að komast með Ólafi.
Við Lárus ræddum um að fara ekki síðar en kl. 18 frá Reykjavík og fara alla leið og tjalda á bakka Langasjávar við myrkur, en sól sest um 21:10 þarna. Kosturinn við það er að um morguninn er hægt að pakka beint í bátana og við ættum að ráða við að tjalda í dimmu með því að hafa luktir og bílljós. Mikilvægt er að gleyma ekki svefnpoka og dýnu, það hefur reynst illa á þessum slóðum!

Veðurspáin er í hreinskilni sagt ekki góð, um hádegi á laugardegi 12 m/s í Jökulheimum og 15 m/s við Vatnsfell beint á móti, sem eru næstu veðurstöðvar og á sunnudeginum 14 og 15 en þá aftan á hægri hlið ræðara.

Ég vil því fá álit Lárusar og Örlygs hér eða í 8220536 á því hvort ég eigi að slá ferðina af.

GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2010 14:10 #5 by hrund
Replied by hrund on topic Re:Langisjór næstu helgi
Meðan mig langar rosa mikið að fara með, þá get ég ekki horft fram hjá 12 m/s mótvindsspá á laugardeginum.

Ég er sannfærð um að þetta verði mjög skemmtileg ferð fyrir hina vösku og meira reyndu sem eru búnir að melda sig! Frábært og metnaðarfullt framtak hjá kayakklúbbinum að skipuleggja þessa ferð og ég virkilega vona að vindar verði hagstæðari á næsta ári svo ég komist með :)

KK

hrund

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2010 19:45 - 19 ágú 2010 19:51 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Langisjór næstu helgi
Nú fer að styttast í Langasjó og maður þarf líklega að taka búnað og nesti til eftir vinnu á morgun. Veðurspáin er væntanlega orðin áreiðanlegri sbr.
www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudausturland
en þar eru Jökulheimar komnir inn í stað Veiðivatna en Jökulheimar eru nær Langasjó að austanverðu.
Þeir sem hafa lýst yfir áhuga eru sjö manns:
GHF, Hafþór, Óli Egils, Hrund, Grith Chrisensen, Örlygur, Lárus
Ég hef aðeins símann hjá Lárusi og Örsa. Vinsamlega staðfestið hér eða með pósti til mín á gislihf@simnet.is - þá get ég metið á morgun hvernig staðan verður með bílaflota okkar.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2010 11:05 - 19 ágú 2010 19:52 #7 by Gíslihf
Ég er smeykur um að ég verði að kaupa mér jeppa fyrir helgina, því að Lárus, sem ég var að falast eftir fari með, vonaðist eftir ferð í sumri og sól.
Veðurspáin hefur versnað ef eitthvað er og hef ég sett réttari upplýsingar í fyrri færslu.
Það gæti orðið svefnlítil nótt í roki og rigningu aðfaranótt sunnudagsins, en veður skjólmegin við jökul er dyntótt, getur verið skjól eða skuggalegar hviður. Ég mæli því með alvöru tjaldi, eða þá einnota þjóðhátíðartjaldi sem má setja tætlurnar af á grillið næsta dag. Röskir menn gætu þó auðvitað róið fram og til baka á einum degi.
Ef ég fæ hressa ferðafélaga þá hlakka ég ekki minna til en áður, en annars skulum við sjá til.
Kveðja,
Gísli H. Friðg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2010 11:42 - 19 ágú 2010 19:54 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Langisjór næstu helgi
TIL ÞÁTTAKENDA:

Ég tek við keflinu og sé um róðurinn um Langasjó n.k. helgi 21. og 22. ágúst 2010. Ferðin er flokkuð sem 2ja ára ferð að erfiðleikastigi, en það fer þó eftir veðri.

Í stað upplýsinga um Gumma þá eru sími minn og netfang hér: Gsm: 8220536 og gislihf@simnet.is Ég breyti ferðalýsingunni lítillega og þá verður hún svona:
Gist á föstudagskvöldi í tjaldstæði nálægt Hrífunesi og mæting verður við Langasjó undir Sveinstindi á laugardagsmorgni kl. 10:00.
Þátttakendur þurfa að sameinast í jeppa því það er ekki fólksbílafæri á staðinn og minnt er á að eðlilega tökum við þátt í aksturskostnaði með eigendum bílanna. Tjaldað verður nálægt jöklinum um nóttina og er fólk hvatt til að hafa góð tjöld og svefnpoka því að spáð er vindi sem kemur yfir Vatnajökul. Róið verður til baka á sunnudagsmorgni eftir göngu á Skaftártind ef veður leyfir.
Róið er um 20 km hvorn dag í gríðarlega fallegu umhverfi og örnefnin Sveinstindur, Fögrufjöll, Fagrifjörður, Útfall og Skaftárjökull eru vísbendingar um einstaka náttúru.
Samkvæmt veðurspá (www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/midhalendid/) þá má gera ráð fyrir mótvindi 9 m/s um hádegi á laugardeginum (tilheyrandi taktföstum öldubarningi hjá Whisky eigendum!) og lítilsháttar rigningu. Þeir sem ekki geta róið um 20 km á einu síðdegi móti slíkum vindi hjálparlaust ættu að sleppa þessari ferð nema þeir hafi persónulegan tog-ræðara meðferðis.
Róðurinn til baka verður enn skemmtilegri því að þá má gera ráð fyrir lensi í 12 m/s.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2010 22:08 #9 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Langisjór næstu helgi
Það verður smávægileg breyting á ferðini en ég mun draga mig í hlé sem fararstjóri og margreyndi hringfari Gísli H Friðgeirsson hefur tekið að sér fararsjórn. Ég mun sinna öðrum verkefnum næstu helgi en mun ferðast með ykkur í huganum þess í stað.

Ferðin verður að sjálfsögðu farin en bara með öðrum farastjóra.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2010 11:43 - 16 ágú 2010 11:43 #10 by Óli Egils
Stefni á mætingu ef Patrólinn kemst :(
Óli Egils

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2010 07:58 #11 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Langisjór næstu helgi
Sæll Guðmundur Jón.

Þessi ferð er á dagskrá hjá mér og hefur verið það frá því að við settum hana í sumardagskrána.

Þrátt fyrir það hef ég ekki enn komið því í verk að fá mér jeppa en get trúlega komist langleiðina á Imprezunni - en þó líklega ekki alla leið.

Kveðja, Gísli H. Friðg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2010 19:43 #12 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Langisjór næstu helgi
Það ætti ekki að vera mikið vandamál að fara þetta á Rav4

Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2010 17:57 #13 by hafthor
Replied by hafthor on topic Re: Langisjór næstu helgi
Kemst maður þetta á Rav4?
Kveðja
Hafþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2010 17:28 #14 by Gummi
Næst komandi helgi er ferð á Langasjó. Nú er spurning hvernig stemmingin er og hve margir eru að spá í að mæta.
Þessi ferð krefst þess að þeir sem ætla með hafi yfir að ráða jeppa eða fái far með einhverjum sem á slíkt farartæki.
Ég er ekki búin að ná að útvega kerru í ferðina en ef einhver á slíka græju sem hann er tilbúin að leggja til í ferðina væri það vel þegið.
Nú væri gott ef fólk léti vita af sér hér á korknum eða sendi mér email á gummij(hjá)hive.is

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum