Daginn allir Kayakræðarar landsins. Við í SJÓR (Sjósunds og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur) verðum með sjósund út í Viðey og til baka á næsta Föstudag kl. 17:30.
Okkur í stjórninni datt í hug að tala við ykkur um hjálp við þennan viðburð. Við vorum 150 manns í þessu sundi í fyrra og búumst við sama fjölda núna. Við höfum sex báta, en yrðum afar þakklátir ef nokkrir Kayakræðarar (sem flestir)sæu sér fært að aðstoða okkur við sundið.
Ykkar hlutverk væri að róa með sjósundsfólkinu og vera mjög nálægt þeim, og halda hópnum þéttum (Hópurinn má lengjast, ekki breykka) Ef einhver vandamál koma upp, réttir fólk upp hendina og bátar taka þá upp, en þið væruð alltaf næst þeim og hægt væri að halda sér í Kayakana þar til bátarnir koma. Leiðin er 900 metrar aðra leið og fólk ræður hvort það syndir aðra eiða báðar leiðir.
Nánari upplýsingar og fréttir eru á síðunni okkar sem er
sjosund.is
Endilega komið með komment, ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við:
Birgir Skúla í síma 820-6287