Við Pétur erum eftir töluverðar pælingar sammála um að stefna að því að ræsa Hvammsvíkurmaraþon kl. 10 í fyrramálið (laugardagsmorgun), eins og áður hafði verið auglýst. Staðan verður að sjálfsögðu metin áður en keppendum verður hleypt af stað.
Keppendur eru því beðnir um að mæta í Geldinganes eigi síðar en kl. 9.30, skrá sig og fá neyðarblys. Þeir sem eru óöruggir geta vænst þess að vanari ræðari fylgi þeim þá leggi sem erfiðastir eru. Eitthvað á að draga úr vindi eftir því sem líður á daginn.
Þá eru keppendur beðnir um að búa sig eftir veðri og hafa með sér hlýjan klæðnað í vatnsheldum poka, skildu þeir ákveða að hætta keppni á leiðinni. Björgunarsveitarbátur mun vera við gæslu og starfsmenn bíða keppenda í öllum skyldustoppum með hressingu.
Vakni einhverjar spurningar má hringja í mig, í farsíma 8993745. Óhætt er að hringja a.m.k. til miðnættis og frá kl. 7 í fyrramálið, laugardag.
Gott væri að þeir keppendur og áhorfendur tækju með sér búnað til að flytja sem flesta kayaka. Við ættum að hafa nægan slíkan búnað til reiðu en allur er varinn góður.
Rétt er að minna á að þrátt fyrir varnaðarorðin hér að ofan þá getur einnig verið afar skemmtilegt að róa í aðstæðum eins og væntanlega verður boðið upp á á morgun, bullandi lensi og meðbyr (a.m.k. fyrsta legginn). Góða skemmtun!!