Ég vill byrja á að þakka fyrir skemtilega keppni þó mér hafi funndist lítil þáttaka. Ég þurfti að stinga mér í land eftir rúmlega 3km. Kaffi drykkja meðan verið var að huga að aðstæðum sagði til sín og bauð ekki upp á málamiðlun, þegar ég komst af stað aftur sá ég ekkert nema slöngubátinn í fjarska síðan kom Örlygur í ljós og fannst mér mikið til um hve oft hann snéri sér til að horfa eftir mér
Sjólagið út að Kjalanesi var skemtilega krefjandi, með Örlyg að baki fór ég frekar að miða róðurinn við sjólagið og halda sama hraða og öldurnar voru á.
Á fyrri leggnum inn Hvalfjörðinn var mikið horft framm eftir Rúnari og reyndist hann nokkrum sinnum vera steinrunnið sker eða þá að hann flaug á braut.
Eftir annað stopp virtist veðrið frekar hafa bætt í og út Laxárvoginn hafði rótað upp snarpa vindbáru.
Hvað skeður svo það er nú eins og það er eitthvað var ég byrjaður að stífna og viðbrögðinn ekki næganlega skörp,
ég skal viðurkenna að veltan hefur ekki verið æfð með þessari ár,
ég efast um að áraflot hefðu hjálpað við þessar aðstæður, aldan stutt og mjög kröpp og báturinn með litlu mannopi þannig að það þarf að sitja á dekki í smá tíma.
Fyrstu viðbrögð eftir að ég sætti mig við að ég þyrfti aðstoð var blysið það var tekið upp og slitið í gang síðan fór ég horfa í kring og sá að þetta hafði trúlega lítin tilgang loginn frá blysinu lagðist rétt yfir bátinn við hliðina á mér og litlar líkur á að einhver sæi ljós eða reyk. Þá var bara að reyna gsmann og hringja í mannin með talstöðinna, það vildi mér til happs að ég setti hann inn í símaskránna hjá mér áður en lagt var af stað það var ekki fyrirhyggja bara tilviljun, 112 hefði verið valkostur enn ég var viss um að Pétur Gísla kæmi hlutunum betur til skila við þessar aðstæður, ég hefði trúlega rétt verið búin að gera grein fyrir mér hjá 112 þegar nafni var búin að senda bátinn af stað
Lýkur hér skýrslu minni um maraþon 2010.
Þá að hvort og hvernig, spáinn benti til minni vinds þegar liði á og sunnudagsveðrið átti að verða eitthvað svipað. Veðurspáin já það er nú bara það sem hún er. Ákvörðunnin var tekinn og allt í góðu með það. Gsminn eða eitthvað betra ætti að vera fast við ræðarann auk blyssins eitt er nægjanlegt tvö er orðið flækja, fólk sem leggur af stað í þessa keppni þarf að gera ráð fyrir að þola einhverja bið í vatni, að manna landvöktun lytist mér vel á með talstöðvasambandi ættu ræðarar aldrei að vera lengi í hvarfi, einhver yfirlestur fyrir brottför væri rétt að skoða.
Enn og aftur takk kærlega fyrir mig Björunarsveitinn á Kjalanesi fyrir björgunina Þóra fyrir hita og skutl;) og aðrir fyrir félagsskapinn.
Helvíti var súpan hjá meistaranum góð.