Úrslit

06 sep 2010 23:06 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Úrslit
Takk fyrir það. Ég sauð reyndar kjötsúpuna sjálfur en Pétur hitaði hana upp með miklum meistarabrag. Mjög gott að fá þessar umræður í gang. Við þurfum e.t.v. að fjalla meira um hvernig fjölga má þátttakendum.

En hvað um það. Nokkrar myndir af maraþoninu eru komnar inn. Anna Filbert í Kili smellti af.

picasaweb.google.com/runar.palmason

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 21:39 #2 by Hilmar E
Replied by Hilmar E on topic Re:Úrslit
Til Hamingju með sigurinn Rúnar,það hlýtur að hafa verið sérstaklega ljúft að renna meistarakjötsúpunni hans Péturs niður að loknum tæplega 6 tíma róðri.

Sjálfur þurfti ég að vinna á laugardaginn þannig að ég komst ekki til að taka þátt.

Varðandi það hvort halda hefði átt keppnina er ég ekki dómbær, en tímarnir tala sínu máli. Ef einhver er búinn að róa í 6 klst er spurning hversu burðugur hann er til að bjarga sjálfum sér eða öðrum við erfiðar aðstæður.

Reglurnar í Seamasters-keppninni sem ég tók þátt í voru ekki flóknar.

Sími í vatsheldum poka með nr. öryggisbátsins (voru 2 bátar). Ökklaband tengt í surfski, Björgunarvesti og
kort af róðraleiðinni(eða gps)

Engar reglur voru um útbúnað báta hvort sem um kayak eða surfski var að ræða. Mönnum er einfaldlega treyst fyrir því að vera með það sem hentar þeim best.

Þar sem komið var inn á dekklínumál í ræsingu er rétt að benda á að um mikinn misskilning er að ræða eða vanþekkingu á annars nýjum bátum. Klárlega eru reglur sem segja að sjókayak eigi að vera búinn dekklínum, þær reglur eru að mínu mati úreltar og gera báta eins og surfski ólöglega í keppni sem eru að miklu leiti mun öruggari bátar en sjókayakar.

Af hverju er surfski öruggara?

Surfski er bátur sem er eitt stórt flotholt og þarf að brotna í klessu til að sökkva, á honum eru yfirleitt engar lúgur eða skegg sem getur lekið.

Surfki er opinn bátur þannig að menn þurfa að klæða sig eftir aðstæðum og þurfa ekki að vera léttklæddir út af hita. Einnig er mun auðveldara að komast um borð aftur og hann lensar sig sjálfur þegar þú byrjar að róa. Ég fór einu sinni á hvolf úti við aðstæður sem voru ekki ósvipaðar og í maraþoninu 3m öldur og 13 metrar á sek á hlið, það tók mig svona 40 sek og ég var kominn aftur á fulla ferð.

Ökklabandið sem tengir þig við bátinn er mjög mikilvægt því báturinn er þitt besta öryggistæki, án hans ertu í miklum vandræðum. Þú sést ekki eins vel og hann heldur þér á floti ef þú kemst ekki um borð aftur. Ef svo óheppilega vill til kemur björgunarbátur, dregur þig um borð, þú losar ökklabandið þannig og þeir ná bátnum á eftir þér.

Bestu Kveðjur
Hilmar

Sem ætlar nú samt að halda áfram að róa sjókayak þangað til ég hef efni surfski.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 13:21 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Úrslit
Súpan heppnaðist ágætlega og það er töluverður afgangur af henni - spurning um að senda hana vestur í hittinginn næstu helgi.

Fyrir þessa umræðu getur verið fróðlegt að lesa veðurlýsingar frá fyrri maraþonum. Ljóst má vera að oft hefur verið keppt í verri veðrum en á laugardag, t.d. árið 1999 (fyrsta maraþonið) þegar vindstyrkur við Kjalarnes var 10-15 m/s úr SV. Árið 2002 var einnig mikill vindur og slæmt sjólag við Kjalarnes. Þetta má lesa með því að smella á keppnir, svo sjókayak og loks Hvammsvíkurmaraþon.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 10:36 #4 by Pétur Hill
Replied by Pétur Hill on topic Re:Úrslit
Ég vill byrja á að þakka fyrir skemtilega keppni þó mér hafi funndist lítil þáttaka. Ég þurfti að stinga mér í land eftir rúmlega 3km. Kaffi drykkja meðan verið var að huga að aðstæðum sagði til sín og bauð ekki upp á málamiðlun, þegar ég komst af stað aftur sá ég ekkert nema slöngubátinn í fjarska síðan kom Örlygur í ljós og fannst mér mikið til um hve oft hann snéri sér til að horfa eftir mér ;) Sjólagið út að Kjalanesi var skemtilega krefjandi, með Örlyg að baki fór ég frekar að miða róðurinn við sjólagið og halda sama hraða og öldurnar voru á.
Á fyrri leggnum inn Hvalfjörðinn var mikið horft framm eftir Rúnari og reyndist hann nokkrum sinnum vera steinrunnið sker eða þá að hann flaug á braut.
Eftir annað stopp virtist veðrið frekar hafa bætt í og út Laxárvoginn hafði rótað upp snarpa vindbáru.
Hvað skeður svo það er nú eins og það er eitthvað var ég byrjaður að stífna og viðbrögðinn ekki næganlega skörp,
ég skal viðurkenna að veltan hefur ekki verið æfð með þessari ár,
ég efast um að áraflot hefðu hjálpað við þessar aðstæður, aldan stutt og mjög kröpp og báturinn með litlu mannopi þannig að það þarf að sitja á dekki í smá tíma.
Fyrstu viðbrögð eftir að ég sætti mig við að ég þyrfti aðstoð var blysið það var tekið upp og slitið í gang síðan fór ég horfa í kring og sá að þetta hafði trúlega lítin tilgang loginn frá blysinu lagðist rétt yfir bátinn við hliðina á mér og litlar líkur á að einhver sæi ljós eða reyk. Þá var bara að reyna gsmann og hringja í mannin með talstöðinna, það vildi mér til happs að ég setti hann inn í símaskránna hjá mér áður en lagt var af stað það var ekki fyrirhyggja bara tilviljun, 112 hefði verið valkostur enn ég var viss um að Pétur Gísla kæmi hlutunum betur til skila við þessar aðstæður, ég hefði trúlega rétt verið búin að gera grein fyrir mér hjá 112 þegar nafni var búin að senda bátinn af stað :) Lýkur hér skýrslu minni um maraþon 2010.

Þá að hvort og hvernig, spáinn benti til minni vinds þegar liði á og sunnudagsveðrið átti að verða eitthvað svipað. Veðurspáin já það er nú bara það sem hún er. Ákvörðunnin var tekinn og allt í góðu með það. Gsminn eða eitthvað betra ætti að vera fast við ræðarann auk blyssins eitt er nægjanlegt tvö er orðið flækja, fólk sem leggur af stað í þessa keppni þarf að gera ráð fyrir að þola einhverja bið í vatni, að manna landvöktun lytist mér vel á með talstöðvasambandi ættu ræðarar aldrei að vera lengi í hvarfi, einhver yfirlestur fyrir brottför væri rétt að skoða.
Enn og aftur takk kærlega fyrir mig Björunarsveitinn á Kjalanesi fyrir björgunina Þóra fyrir hita og skutl;) og aðrir fyrir félagsskapinn.
Helvíti var súpan hjá meistaranum góð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 09:36 - 06 sep 2010 09:38 #5 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Úrslit
Hef fáu við að bæta varðandi öryggismá tengda keppnum, eitt er alveg klárt, og myndi auðvelda keppnisstjórn vinnuna en það er eins og við gerum í fluginu; setjum veðurlágmörk. Væri til í að setjast niður með góðum hópi í vetur og fara yfir þessi mál.

Varðandi tímasetningu Maraþonsins tel ég rétt að færa keppnina inná sumarið, bæði líkur á betra veðri og eins dagurinn lengri og því auðveldara að færa keppnina til t.d. inn í kvöldstylluna, þá eigum við ekki bara að hafa sunnudaginn til vara heldur gera ráð fyrir að færa yfir á næstu helgi, það minkar pressuna á keppnisstjórnina. Maraþonið þarf ekki að vera síðasta keppni sumarsins, við gætum haft haust keppni þar sem við jafnvel óskuðum eftir erfiðum skilyrðum í þá styttri braut, t.d. Geldinganes – Lundey – Viðey - Geldinganes.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 08:49 #6 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Úrslit
Fyrst þetta með dekklínurnar á surfski kom upp í umræðuna, veit ekki alveg hvort það átti að tengjast öryggi eða því hvort björgunarsveit eigi auðvelt með að taka á bátnum, þá vil ég benda á að sem öryggisútbúnaður er festitaug milli báts og manns talið vera eitt það almikilvægasta sem lagt er upp með á surfski. Í keppnum erlendis eru gerðar kröfur um slíkar taugar en ekki dekklínur enda mun auðveldara að finna bát heldur en mann á sjó. Í samskiptum mínum við þá sem sjá um að stýra þessum málum hjá klúbbnum var mér bennt á að ég þyrfti að setja dekklínur á bátinn, ég tók meðvitaða ákvörðun um að gera það ekki en setti samt festitaug sem þó var ekki gerð krafa um hjá klúbbnum. Ég tel að fótstrappar séu heppilegri til að halda sér í ef illa fer, þeir eru breiðir og auðvelt að halda í og þeir eru almennt notaðir til að bera slíka báta. Einn mikilvægasti búnaður sem lagt er upp með í slíka keppni að mínu mati er klæðnaður keppenda en það er einmitt vandamálið með sjóferðabáta að maður er lokaður inni og ofhitnar við átökin í keppni og það leiðir til þess að menn freistast til að klæða sig létt. Það sem klikkaði þessa helgina var veðurspáin, hún var frábrugðin því sem hún átti að vera báða dagana og gerði þeim sem stýrðu keppninni erfitt fyrir en hún hélt líklega nokkrum líklegum keppendum heima. Það er ekki óalgengt í keppnum erlendis að þeim sé frestað eða leiðum breytt jafnvel á síðustu stundu en mér hefur fundist pressan vera of mikil á þá sem stjórna þessu hér vegna þess að það er búið að skipuleggja mikið í kringum keppnirnar (t.d. að það sé búið að panta þyrlu sem sýningaratriði eða að dagskráin sé full næstu helgi) sérstaklega hér í Reykjavík þar sem báðar keppnirnar eru ekki beinlínis um mitt sumar og líkur á veðurskoti eru meiri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 00:42 #7 by Pétur Gíslason
Replied by Pétur Gíslason on topic Re:Úrslit
Takk fyrir daginn allir sem að komu.
Það má lengi spá og spekúlera hvernig hægt er að gera keppnina öruggari. Í gegn um tíðina hefur maður sjóast örlítið í því að vera ekki á taugum alla keppnina vegna ræðara úti í misjöfnum sjó. Það voru mest held ég einusinni 3 fylgdarbátar og samt fannst manni ekki nóg. Það hefur verið stungið upp á ýmsu til úrbóta en menn kannski ekki nægilega harðir að fylgja því eftir. Maður vill líka helst ekki vera of stjórnsamur þegar fullorðnir menn með kannski mjög góða reynslu ætla sér að róa kappróður. Viðurkenni fúslega að ég var kannski full linur í gær. En hvað gerir maður? Ólafur kom með bát sem klárlega er ekki sjó-ferðabátur og klárlega uppfyllir ekki kröfur sem við höfum sett okkur. Sem betur fer ákvað hann sjálfur að keppa ekki. Viðurkenni að það var léttir...líka að þurfa ekki að stoppa hann af. Það voru ekki neinar línur á þeim bát. Hefði ekki verið aðvelt að ná honum um borð ef eitthvað hefði farið úrskeiðis. Nú er ég ekki að reyna að snúa þessu máli upp á Ólaf heldur reyna að segja að menn verða að vera svoldið ábyrgir sjálfir. Það síðasta sem nafni minn Hilmarsson gerði áður enn hann settist í bátinn var að slá inn gsm númerið mitt í símann hjá sér. Ég var því á redial hjá honum. Hann er líka þaulæfður í því að fara í sjóinn. Þegar hann hringdi í mig til að panta hjálp var hann svo pollrólegur að manni datt helst í hug að hann vantaði eld í sígarettu. Hljómaði ekki eins og hætta væri á ferð. En þetta með fleiri blys og jafnvel fallhlífarblys er góðra gjalda verð. Þeim í björgunarbátnum gekk ekkert allt of vel að finna hann. Ég fór strax að leita með kíkir....var bara á fjörukambinum. Það var ekkert auðvelt að sjá kallinn með hvítan bátsbotn að svamla í hvítfryssinu. Ég var þó á undan þeim að finna hann og með talstöðinni gat ég leiðbeint þeim í hann.
Öryggishnappur er held ég dýr lausn. Veit ekki hversu örugg hún er heldur. Er ekki einhver vaktstöð einhverstaðar út í heimi? Þetta þarf að vera fljótvirkt og skilvirkt. Gsm í vatnsheldum poka, vhf talstöð með ´sér rás fyrir keppnina og svo neyðar rásirnar? Veit ekki hvað er best.
Í gær voru eingöngu þtaureyndir kappar á sjó. Má segja eftirá að fresta hefði átt keppni. Ég stóð með vindmæli í fjörunni í Geldinganesi í dágóða stund áður en ræst var. Vindmælirinn var lengst af á mill 5 og 7 metra, sló mest í tæpa 11. Spáin var að lægja ætti um kl 11 og vera átti fínt í Hvalfirði síðdegis. Ég kom akandi úr Kjósinni um morguninn. Þá voru aðstæður í Hvalfirði vel yfir meðallagi góðar sé horft til meðaltals maraþondaga. En í Hvalfirði eru 4-5 tímar langur tími í veðurfarssögunni. Þar gerast hlutirnir hratt og ekki endilega eftir spá. Á fimmtudag og föstudag sögðu spár að veður yrði svipað laugardag og sunnudag. Í dag (sunnudag) var fjörðurinn spegilsléttur lungað úr deginum alveg eins og spáin fyrir laugardag gaf vonir um.
En ég er feginn að allir komu lifandi í land í gær og ef eitthvað er hægt að gera til að tryggja það enn betur þá er það hið besta mál. Öruggast er að leggja keppnina af, en vonandi eru til betri leiðir. Þetta er samt ekki versta veðrið sem róið hefur verið í í þessari keppni. En þetta var samt klárlega mesta samanlagða reynslan sem lagði af stað.... hvað segir það okkur?
Kannski ætti að setja saman einhvern öryggishóp til að panela þetta mál í vetur.
Kveðja Pétur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 00:26 - 06 sep 2010 00:27 #8 by palli
Replied by palli on topic Re:Úrslit
Setti inn nokkrar myndir hér


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 23:41 #9 by palli
Replied by palli on topic Re:Úrslit
Hamingjuóskir til þeirra þriggja kempa sem tóku þátt í þessari erfiðu keppni og bestu þakkir til þeirra sem komu að skipulagningunni og framkvæmd.

Fínt að fá sem mesta umræðu hér og sem flestar tillögur sem gætu orðið til að auka öryggið. Keppnisnefnd mun klárlega endurskoða öryggisreglur í framhaldi af þessu atviki.

Eins og við ræddum á keppnisdag myndi það auka öryggi verulega að hafa með síma í vatnheldum poka og aukablys. Ég held að keppendur í Hvammsvíkurmaraþoninu séu í næstum öllum tilvikum nægilega sjóaðir til að hringja símtal af öryggi ef þeir lenda á sundi. Ef ekki í fyrirfram ákveðið númer hjá aðila sem er með talstöðvasamband við björgunarbátinn, þá í 112. Ein útfærsla á þessu sem var rædd á keppnisdag var að fyrir ræsingu myndu allir keppendur hringja í númer tengiliðs og þar með væri redial nægilegt ef eitthvað kæmi upp á. Einnig væri þá tryggt að allir væru klárlega með síma á sér.

Mannskapur í landi á útkikki og í sambandi við keppnisstjóra er fín hugmynd og myndi auka öryggi enn frekar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 21:29 - 05 sep 2010 21:53 #10 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Úrslit og þátttaka
Já það er ekki létt verk að halda utanum svona keppni eins og marathonið þannig að ekkert geti farið úrskeiðis, en það má örugglega gera betur.

Þarna voru þrír þrautreyndir kappar á ferð og eitt stk. björgunarbátur að fylgjast með, ég held að hærra hlutfall gúmmíbjörgunarbáta pr. keppanda sé algjörlega óraunhæft, en fleiri en eitt blys á mann hlýtur að auka líkur á því að einhver verði var við þau, og sími í vatnsheldu hulstri er gríðarlega mikilvægt öryggistæki eins og dæmið sannar, og allir ættu að vera með á bátnum sínum,alltaf, hvort sem er í keppni eður ei.
það finnst mér bara heilbrigð skynsemi, og alltaf spurning hversu langt reglurnar eiga að ganga í segja mönnum sjálfsagða hluti eins og þessa.
En það að maður lendi í sjónum og þurfi aðstoð finnst mér alls ekkert stórmál og ekki ástæða til reyna að koma í veg fyrir að það gerist með einhverju regluverki, en við þurfum að sjálfsögðu að reyna að tryggja það sem allra best að þeir sem þurfi aðstoð fái hana fljótt og vel.


Kannski er líka pæling að semja einhvern texta sem mótsstjóri myndi fara með áður en lagt er af stað þar sem farið væri yfir helstu öryggisatriði og það að menn séu auðvitað alltaf á ferðinni á sína eigin ábyrgð, og svo má líka skerpa á því að menn hafi líka möguleika á því að ferðast fleiri en einn saman (bíða eftir næsta manni) ef menn eru óöruggir svo er líka hægt að hringja á aðstoð eða kveikja á blysi áður en allt er komið í óefni.
Þarna mætti líka fara yfir atriði eins og örlygur minntist á, það er, að hringja fyrst og fíra svo í blysinu, þetta hafði ég t.d. aldrei hugsað útí.

Eitt enn, áraflot, hefði það breytt einhverju í þessu tilfelli?
var það með í för, en erfitt að koma því við eða hvað ?

Tek undir það að það væri bæði gagn og gaman að því að fá að heyra hvernig meistari Pétur upplifði þetta og Hvort hann hefur einhverjar skoðanir eða hugmyndir varðandi þetta alltsaman.

PÉÉÉTUR! koma svo ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 20:31 #11 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Úrslit og þátttaka
Nú er verið að ræða tvö mál hér á þessum þræði, fyrirkomulag keppni og öryggismál. Öryggið þarf alltaf að hafa forgang og mér þykir nú leitt að hafa tjáð mig um það efni af nokkurri léttúð.

Þegar Rúnar skrifaði á Korkinn að e.t.v. yrði hætt við vegna veðurs, taldi ég það óþarfi og sagði m.a.: "Reyndar má búast við hviðum úr fjallaskörðum sem gætu lagt bestu menn á hliðina, en þá er bara að "marvaða" sig upp aftur eða velta sér upp undan vindi ef hitt gengur ekki."

Það gekk eftir, sem ég sagði um vindhviður, enda hef ég lent í þeim á Hornströndum við svipaðar aðstæður og varð þá óttasleginn og því var þetta líklega bara grobb hjá mér. Það er nefnilega allt annað að vera við æfingar með góða félaga við hlið sér en að vera einn langt frá landi. Jafnvel þótt maður hafi velt sér i báðar áttir nokkur hundruð sinnum getur þreyta eða erfið skilyrði orðið til þess að það gengur ekki upp og hvað gerir maður þá? Ég lenti í því s.l. haust eitt sinn í lok róðurs og það var ekki létt fyrir stoltið, svolítil þreyta og myrkur var líkega skýringin í það sinn.

Hvernig sem þetta var hjá Pétri Hill þá óska ég honum alls hins besta og þykir leitt að verða ekki í Reykjanesi um næstu helgi þar sem hann og fleiri góðir kayakmenn ætla að verða við leik og æfingar.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 20:18 - 05 sep 2010 20:50 #12 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Þátttaka
Ég er á því að staðsetja landfólk á útkíki með skipulögðum hætti sem miðist við síðasta keppanda og þann fyrsta-og eitthvað þar á milli.

Viðkomandi séu með góðan kíki ,talstöðva og Gsm símavæddir um yfirstjórn keppninnar. Öll keppnisleiðin býður uppá þannig eftirlit -alla leiðina. Vatnsvarinn sími á dekki og 2 stk blys yrði staðalbúnaður í hverjum keppnisbát.

Við þarna á Hvalfjarðareyri sem önnuðumst móttöku og tímaskráningu sáum alla keppendurna um í 4 km fjarlægð á 2,legg-m.a um kíki en þeir hurfu strax sjónum okkar við vitann á Eyrinni einkum vegna tveggja sandhóla sem þarna voru.

Mér er minnisstætt þegar við fylgdumst með Örlygi úr langri fjarlægð-sýndist okkur hann vera orðinn all kyrrstæður á sjónum og urðum dálítið óróleg- Við frekari skerpingu augnanna og kíkisins reyndist "Örlygur" vera smá steinsker uppi við landið - en aðal Örlygur var aðeins utar.Þessi missýn stóð mjög stutt.

En svona eftirlit krefst þess að skyggni sé a.m.k 10-15 km. og særok ekki hindrun.

Og í lokin: Krafa um að árar keppenda séu hæfar varðandi veltuna...

Þetta er smá innlegg í málið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 18:44 #13 by hrund
Replied by hrund on topic Re:Þátttaka
Ef hugmyndin með Hvammsvíkurmaraþoninu er að vera "uppskeruhátíð" allra félagsmanna kayakklúbbsins, þá er gott að horfa til Reykjavíkurmaraþonsins bæði hvað varðar tímasetningu (lok ágúst) og fyrirkomulag. Hægt væri að bjóða uppá nokkra möguleika, t.d.:
* fullt maraþon - Hvammsvík til Geldinganess
* hálft maraþon (síðustu 2 leggir)
* fjórðungsmaraþon (síðasti leggur) xxx - Geldinganes

Gerðar yrðu lágmarkskröfur til þáttakanda og veðurs fyrir hvern valmöguleika, til að tryggja öryggi þátttakenda. Tímasetningin yrði þannig að þeir sem fara styttri vegalengdir séu ekki fyrir fremstu víglínu keppenda í lengri vegalengdum. Með því að enda í geldinganesi þá geta þreyttir þátttakendur strax gengið frá bátnum sínum. Einnig ættu vinir og vandamenn hægar um að taka á móti sínum og halda upp á daginn með þeim. (líka hægt að biðja aðra björgunarsveit að vakta þann legg!)

Skráning yrði fyrirfram, þannig að hægt er að plana fyrir nákvæmum fjölda þátttakenda. Val á milli tveggja daga, en í versta valli ef illa viðrar báða dagana mætti kannski fella niður valmöguleikana þar sem lágmarkskröfur um færni og reynslu væru lægri.

Kosturinn við Reykjavíkurmaraþonið er að það hvetur alla til að taka þátt. Hver og einn getur sett sér markmið í upphafi vertíðar um að reyna að ná einhverjum árangri, sem er viðeigandi m.v. getu, búnað og áhuga. Einstaklingurinn hefur gaman að því að bera saman árangur frá mismunandi árum. Og síðast en ekki síst, allir eru sigurvegarar sem taka þátt :)

Boðliða hugmyndin er góð til að skapa liðsheild, en ef mjög mikill munur er á getu/búnaði þátttakenda/liða þá mun dreifast úr hópnum. Erfitt væri að hafa sjógæslu á svona stóru keppnissvæði fyrir fjölbreyttan hóp þátttakenda.

PS að lokum, er hægt að skoða einhverjar öryggisbjöllur eða eð slíkt. Eina sem maður þarf er að ýta á einn hnapp sem sendir frá sér radíobylgjur. Eð svipað og fólk notar í snjóflóðabjörgun... bara hugmynd

KK Hrund

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 18:29 - 05 sep 2010 20:34 #14 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Úrslit og þátttaka
Jamm, það er líklega rétt að aðstæður hafi verið á mörkunum en þegar við ákváðum að leggja í hann höfðum við séð veðurmælingar um að heldur væri að draga úr vindi og vindmælirinn sem Pétur var með sýndi þolanlegan vind. Við töldum þess vegna vindstyrkinn réttu meginn við mörkin. Kannski treystum við þó um of á veðurspá sem spáði því að draga myndi úr vindi. Hafa má í huga að allir sem hugðust keppa eru reyndir reyndir ræðarar, en þeim getur auðvitað hvolft eins og öðrum.

Hvað varðar síma og neyðarblys, þá er ekki hægt að treysta á þessi tól, fremur en annnað. Allt hjálpar þó til. Pétur hringdi úr símanum eftir aðstoð. Blysið sem hann tendraði sást ekki, hvorki úr landi né af sjó. Þegar björgunarbáturinn nálgaðist þann stað sem Pétur var á, sáu björgunarsveitarmenn hann ekki strax. Þá hefðu aukablys komið að góðum notum.

Við látum okkur atvikið á laugardag að kenningu verða. Við þurfum líka að hafa í huga að það leysir ekki allan vanda að miða við 5-8 en ekki 8-13 m/s. Reynslulitlir ræðarar geta lent í vanda í 5-8, rétt eins og reynsluboltar geta komist í hann krappann í 8-13 m/s. Menn geta einnig veikst í róðri og þá skiptir litlu máli hvernig veðrið er.

Ég læt hér fylgja með bréf sem Anna Filbert í Björgunarsveitinni Kili sendi mér í dag, sunnudag:

Sæll Rúnar

Enn og aftur takk fyrir daginn í gær. Það er hin besta skemmtun að fylgja ykkur þar sem keppnin, aðstæður, veður o.fl. er breytilegt milli ára.

Ég sá að þið eruð að rýna í keppnina á Korkinum og vona að eitthvað gagnegt komi út úr því. Atvikið í gær er það alvarlegasta sem við höfum lent í, þótt nokkrum sinnum áður hafi þurft að ná mönnum upp úr sjó.

Yfirleitt teygist úr milli fyrsta og síðasta ræðara og einn bátur getur sjaldnast haft yfirsýn yfir alla keppendur, alla leiðina. Það hefur þó gerst, en þá þarf að vera gott sjólag fyrir slöngubát. Ef það er ekki gerlegt með góðu móti, fylgjum við þeim síðustu og höfum treyst á að þeir fremri hafi auga með hvor öðrum. Það er hins vegar óþægileg staða fyrir okkur, sem eigum að heita öryggisgæslan. Tveir bátar væru óska staðan, en þá yrði að leita til annara sveita.

Mikilvægt er að keppendur séu vel sýnilegir og höfum við helst vilja sjá neonliti á vestunum - jafnvel tvo mismunandi liti sem auðveldar aðgreiningu á ræðurum, sem geta verið keimlíkir úr fjaska. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að menn velji sér kajak eða árar með tilliti til björgunar, en allt í lagi að hafa það líka bak við eyrað : ) Hvítar árar sáust t.d.langt að í gær.

Talstöðvar eru alltaf notaðar og seinustu ár tetra, enda mikilvægt að fjarskipti séu í lagi. Síminn hefur verið til vara. Við Pétur gátum skiptst á upplýsingum um keppendur og bjargaði það að hluta til takmarkaðri yfirsýn hjá okkur, auk þess að koma að gagni við björgunina. Við getum útvegað fleiri talstöðvar, ef þær myndu nýtast.

Það kom okkur á óvart að sjá ekki neyðarblysið í gær, en kennir manni að treysta ekki um of á þau. Það kom líka á óvart að heyra enga tilkynningu á rás 16 (Neyðarrás sjófarenda/Vaktstöð siglinga) um að sést hefði til neyðarblyss í Hvalfirðinum. Síminn bjargaði þarna öllu. Við hefðum ekki farið að svipast um eftir ræðaranum nærri því strax.

Fyrir næsta Hvammsvíkurmaraþon væri gott ef hægt væri að nota markvisst menn á útkíkki með kíki á fyrirfram skilgreindum stöðum. Það skapar mikið öryggi og auðveldar öllum yfirsýnina. Þyrftu kannski ekki að vera á mörgum stöðum og væru færanlegir. "Útkíkkarar" kæmu svo upplýsingum áfram til gæslubáts/umsjónarmanns, hvort sem eitthvað væri að eða ekki.
Hvað varðar veðurlag, er lang best að þið jaxlarnir metið sjálfir hvað þið treystið ykkur út í. Slöngubátur eltir bara ....
Kveðja Anna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2010 11:24 - 05 sep 2010 12:41 #15 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Úrslit og þátttaka
Myndir frá Maraþoninu 2010

picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5513382099428030530

Góð grein hefur verið gerð fyrir þessari afrekskeppni í maraþon kayakróðri- hér framar. Mikill vindur ásamt sjólagi gerði keppnina að þessu sinni mjög krefjandi fyrir þátttakendur. Afreksræðaranum Rúnari Pálmasyni er óskað til hamingjum með verðskuldaðan sigur.

kveðja, Sævar H.
Afreksræðarinn Rúnar Pálmason
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum