Tímar í Hvammsvíkurmaraþoni voru sem hér segir.
Rúnar Pálmason á Valley Nordkapp
1. stopp: 1:38.30
2. stopp: 3:29.30
Mark: 5:39.18
Örlygur Steinn Sigurjónsson á Lettman Godthap
1. stopp: 2:06.50
2. stopp: 4:23.05
Mark: 6:45.20
Sigurður Pétur Hilmarsson á Kirton Inuk
1. stopp: 1:49.05
2. stopp: 3:36.50
Lensið í Kollafirðinum voru kjöraðstæður fyrir Nordkappinn og stundum þurfti ég bara aðeins dýfa árinni í sjóinn eða halla mér fram í bátnum til að hann rynni á skeið. Frábær leggur! Ég þorði þó ekki að gefa allt í botn því ég bjóst við harðri keppni frá Pétri og Örlygi á seinni leggjunum tveimur. Ég þurfti að eiga eitthvað inni.
Pétur dró á mig á 2. legg og á 3. legg þorði ég varla að líta aftur fyrir mig því þannig myndi ég tapa dýrmætum sekúndum. Ég sá því ekki þegar Pétri hvolfdi, þegar honum mistókst að komast aftur í bátinn og ég sá ekki heldur bjarmann af neyðarblysinu sem hann notaði. Sem betur fer gat hann hringt í Pétur sem sendi björgunarsveitarbátinn á eftir honum.
Þetta atvik sýndi að endurskoða þarf öryggisreglur í Hvammsvíkurmaraþoni. Rætt var um það í gær, meðal annars, að keppendur yrðu að vera með síma á sér og í vatnsheldum poka og þeir fengju fleiri neyðarblys. Gott væri ef menn tjáðu sig á korknum um þetta mál. Þá væri fróðlegt að lesa frásögn Péturs af atvikinu.
Einnig var rætt um leiðir til að fjölga þátttakendum. Veðrið spilaði inn í að þessu sinni. Ólafur hafði t.a.m. hugsað sér að róa á brimskíði sínu í maraþoninu en mat það svo að aðstæður hafi verið of erfiðar og var það örugglega rétt mat. Pétur B. Gíslason viðraði þá hugmynd að keppa í maraþoni í ágúst, eftir miðjan mánuðinn. Einnig var rætt um að þeir sem keppa í einstaklingskeppni geti einnig skráð sig í sveitakeppnina og t.d. róið þann legg í keppninni sem öðrum keppendum líst ekki á. Sömuleiðis var rætt um skiptingar í flokka eftir tegundum báta.
Þátttaka í Haustródeói var ekki betri. Væri einnig til bóta að færa keppnisdaga framar á dagatalið? Hvað segja menn og konur straumsins?
Endilega tjáið ykkur á korknum um þetta mál. Einnig um hugsanlegar breytingar á öðrum keppnum. Það væri ágætt ef keppnisnefnd gæti á grundvelli umræðna á korknum sett saman tillögur fyrir aðalfundinn sem síðan yrðu ræddar þar og breytt, eftir atvikum, og síðan samþykktar.