Úrslit

05 sep 2010 08:58 - 05 sep 2010 09:46 #16 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Úrslit og þátttaka
Tímar í Hvammsvíkurmaraþoni voru sem hér segir.

Rúnar Pálmason á Valley Nordkapp
1. stopp: 1:38.30
2. stopp: 3:29.30
Mark: 5:39.18

Örlygur Steinn Sigurjónsson á Lettman Godthap
1. stopp: 2:06.50
2. stopp: 4:23.05
Mark: 6:45.20

Sigurður Pétur Hilmarsson á Kirton Inuk
1. stopp: 1:49.05
2. stopp: 3:36.50

Lensið í Kollafirðinum voru kjöraðstæður fyrir Nordkappinn og stundum þurfti ég bara aðeins dýfa árinni í sjóinn eða halla mér fram í bátnum til að hann rynni á skeið. Frábær leggur! Ég þorði þó ekki að gefa allt í botn því ég bjóst við harðri keppni frá Pétri og Örlygi á seinni leggjunum tveimur. Ég þurfti að eiga eitthvað inni.

Pétur dró á mig á 2. legg og á 3. legg þorði ég varla að líta aftur fyrir mig því þannig myndi ég tapa dýrmætum sekúndum. Ég sá því ekki þegar Pétri hvolfdi, þegar honum mistókst að komast aftur í bátinn og ég sá ekki heldur bjarmann af neyðarblysinu sem hann notaði. Sem betur fer gat hann hringt í Pétur sem sendi björgunarsveitarbátinn á eftir honum.

Þetta atvik sýndi að endurskoða þarf öryggisreglur í Hvammsvíkurmaraþoni. Rætt var um það í gær, meðal annars, að keppendur yrðu að vera með síma á sér og í vatnsheldum poka og þeir fengju fleiri neyðarblys. Gott væri ef menn tjáðu sig á korknum um þetta mál. Þá væri fróðlegt að lesa frásögn Péturs af atvikinu.

Einnig var rætt um leiðir til að fjölga þátttakendum. Veðrið spilaði inn í að þessu sinni. Ólafur hafði t.a.m. hugsað sér að róa á brimskíði sínu í maraþoninu en mat það svo að aðstæður hafi verið of erfiðar og var það örugglega rétt mat. Pétur B. Gíslason viðraði þá hugmynd að keppa í maraþoni í ágúst, eftir miðjan mánuðinn. Einnig var rætt um að þeir sem keppa í einstaklingskeppni geti einnig skráð sig í sveitakeppnina og t.d. róið þann legg í keppninni sem öðrum keppendum líst ekki á. Sömuleiðis var rætt um skiptingar í flokka eftir tegundum báta.

Þátttaka í Haustródeói var ekki betri. Væri einnig til bóta að færa keppnisdaga framar á dagatalið? Hvað segja menn og konur straumsins?

Endilega tjáið ykkur á korknum um þetta mál. Einnig um hugsanlegar breytingar á öðrum keppnum. Það væri ágætt ef keppnisnefnd gæti á grundvelli umræðna á korknum sett saman tillögur fyrir aðalfundinn sem síðan yrðu ræddar þar og breytt, eftir atvikum, og síðan samþykktar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2010 22:37 - 04 sep 2010 22:42 #17 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Úrslit
Að þessu sinni hófu jafn margir keppni í flúðafimi og í marathoni en keppendur í flúðafimi luku allir keppni og kynjahlutfallið þar var mun betra, eða 2:1 sem verður að teljasst mjóg gott! B)
Myndin er af Rögnu þórunni Ragnarsdóttur sem sigraði kvennaflokkinn í flúðafiminni nokkuð örugglega að mati dómnefndar. :laugh:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2010 21:03 #18 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Úrslit
Já ég tek undir haminguóskir. Það má segja um Hvammsvíkur maraþonið að þar er einnig sigur að taka þátt, hvernig sem svo sem gengur.
Ég þekki bæði Rúnar og Örlyg, sem eru öflugir ræðarar og hef róið með þeim báðum á lensi. Rúnar var í ferð með Austfirðingunum í júní 2007, þegar hætt var við í miðri ferð um Eyjafjörð til Húsvíkur vegna norðanáttar. Við vorum 5 ræðarar sem fórum undan öldu og vindi frá Grenivík til Akureyrar og Rúnar var alltaf að geysast fram úr á sínum Valley Aquanaut og þurfti að halda í tauminn á "nautinu". Aqunautinn er sem sagt mjög góður í öldureið.
Svo var Örlygur samferða mér frá Dyrhólaey s.l. sumar, vestur með ströndinni að Holtsósi undan austanátt og úthafsöldu. Það er í eina skiptið sem Örlygur hefur dregist verulega aftur úr mér og sýndi það sig þar að Lettman Godthåb er ekki léttur undan öldunni og vill líklega stingast í ölduna fyrir framan.

Miðað við þessa vitneskju tel ég víst að þeir félagar hafi lítið verið samferða í dag, fyrst hefur Rúnar stungið af á leiðinni fyrir Kjalarnes og síðan hefur Örlygur dregið á hann inn Hvalfjörðinn.

Gaman væri að vita hvort ég hef rétt fyrir mér og svo einnig brautartímana.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2010 20:06 - 04 sep 2010 20:07 #19 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Úrslit
Óska öllum sigurvegurum dagsins til hamingju. Vona að þátttakendum í maraþoni fjölgi hér eftir B)
Hvað voru annar margir sem tóku þátt í flúðafiminni ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2010 19:48 #20 by Rúnar
Úrslit was created by Rúnar
Keppendur í maraþoni voru heldur fáir í dag sem er synd því aðstæður voru með skemmtilegasta móti, þótt þær hafi reyndar verið afar krefjandi.
Svo fór að aðeins tveir luku keppni. Rúnar Pálmason (undirritaður) var fyrstur og Örlygur Steinn Sigurjónsson varð í í öðru sæti. Sigurður Pétur Hilmarsson hvolfdi og varð að hætta keppni. Þessi úrslit þýða m.a. að Hilmar Erlingsson er Íslandsmeistari og er honum óskað til hamingju með titilinn.

Í ródeóinu vann Ragnar Karl Gústavsson sem þar með tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en Haraldur Njálsson varð í öðru sæti. Ragna Þórhallsdóttir vann kvennaflokkinn og innsiglaði þar með sigur sinn í Íslandsmeistarakeppninni. Glæsileg frammistaða hjá nýliðanum, gerist varla betri.

Meira síðar ....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum