Reykjaneshittingur - samflot

13 sep 2010 19:50 - 13 sep 2010 19:51 #1 by hrund
Replied by hrund on topic Re:Reykjaneshittingur
Tek undir orð sveins axels, þetta var ótrúlegt frá A til Ö. Veðrið var framar öllum vonum, svo hlýtt og milt að maður gleymdi alveg að komið væri haust. Deili með ykkur myndir teknar af landi af nýliðum í sundlaugaræfingum og svo þeim allra bröttustu sem fóru í næturróður.

www3.hi.is/~hrund/Reykjaneshittingur2010/album/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2010 22:07 #2 by SAS
Áttum frábæra helgi fyrir vestan með góðum félögum í einmuna sumarblíðu. Rérum inn Ísafjörðinn, Reykjafjörðinn, út í Borgarey og straumurinn við Reykjafjarðarbrúnna var endalaus leikvöllur alla helgina. Engin almennileg röst sýndi sig að þessu sinni, en straumurinn var nægur. Myndir að finna á picasaweb.google.com/sjokayak/20100912Reykjanes#

Takk kærlega fyrir okkur
kv
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2010 09:07 #3 by hrund
Lítur út fyrir milda og góða helgi fyrir vestan: Hægur vindur og yfir 10 stiga hiti! Svo má ekki gleyma að hitastig sjávar er yfirleitt hæst í september, maður gæti bara skellt sér í sjósund á kvöldin og svo rölt upp í stærsta heita pott á Íslandi þar á eftir.

Um að gera að skella sér, verður svaka gaman!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2010 10:33 #4 by hrund
Er að leita eftir samfloti vestur í Reykjaneshittinginn um næstu helgi. Er með lítinn farangur og engan bát. Get einnig keyrt og tekið aðra með mér, en get ekki tekið neina báta.

Kysi helst að fara snemma núna á fimmtudaginn, til að vera komin á leiðarenda fyrir upphafs dagskrár auglýsta kl. 18:00.

Áhugasamir?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum