jájá, gerbreytt landslag. Nýr formaður og fyrsti kvenmaður sem tekur sæti í stjórn klúbbsins ef elstu menn muna rétt. Eins og Jón Skírnir sagði í pósti sem hann sendi á póstlistann fyrr í dag (þeir sem eru ekki á póstlistanum og fengu ekki póst mega gjarna melda það á kayakklubburinn@inbox.com):
Ég vil byrja á að beina ykkur á nýja heimasíðu Kayakklúbbsins
www.kayakklubburinn.is. Gamla síðan var á slóðinni
www.kayakklubburinn.is/web og það þarf að passa að þetta /web þvælist
ekki með. Góða skemmtun á nýju síðunni.
Í gær var haldinn aðalfundur félagsins. Þar gerðist fátt fréttnæmt.
Ný stjórn var kjörin og í henni sitja: Formaður, Kalli Geir, gjaldkeri
Guðmundur, varaformaður Halli, ritari Palli, meðstjórnendur Sæþór og
Anna Lára. Þetta er að megninu til sama gamla stjórnin, nema nýr
formaður og Anna Lára kemur ný inn. Eftir að formlegum
aðalfundarstörfum lauk spruttu upp ansi líflegar umræður um öryggismál
og keppnismál. Greinilegt að það dugar ekki alltaf að ræða þetta á
korkinum. Þeir sem hafa áhuga á að sinna nefndarstörfum geta haft
samband við nýkjörna stjórn og látið vita af áhuga sínum. Ég mæli með
að þið notið fyrirspurnar möguleikann á nýju heimasíðunni til að senda
stjórninni línu.
Á morgun er svo mikil dagskrá. Klukkan 10 leggur sjókayakfólk af stað
í laugardagsróður, klukkan 14 er ferðinni heitið á laugaleikana í
innilauginni í Laugardal, þar verður keppt í ýmsum kayaktengdum
\"íþróttum\". Um kvöldið er svo árshátíð félagsins. Hún er haldin í
húsnæði sportkafara við Nauthólsvík. Hefst klukkan 19:30 með
kvöldverð, þarna verða veittar viðurkenningar fyrir ýmis afrek og svo
verður dansað, talað, sungið og hlegið. Kostar 0 kr inn og hafið með
ykkur eigin drykki.