Lítið framboð innanlands.
Það er oft erfitt að finna ýmsan búnað hér á landi, sem við þurfum að hafa með í Kayakróðrum. Það er því þakkarvert framtak þegar einhver hefur frumkvæði að því að benda á og panta búnað eins og Palli formaður er nú að gera með næturljós.
Það væri gagnlegt fyrir okkur að fá ábendingar eins og ég er að setja hér og aðra aðstoð við að afla báta, búnaðar og aukabúnaðar.
Vatnsheldur hljóðnemi á talstöð.
Einhverjir félagar eiga og nota sjó-talstöðvar sem fást í N1 búðinni Bíldshöfða. Þar eru nú til vatnsheldir "mikar" og þurfti ég að greiða kr. 12.881,- fyrir einn slíkan. Kosturinn við að hafa slíkan hljóðnema er að þá þarf ekki að taka stöðina upp úr vestisvasanum til að tala með hættu á að missa stöðina í sjóinn, heldur er hljóðneminn festur í axlaband vestisins og hljóðið kemst betur til skila.
Vatnssheldur poki fyrir gsm síma.
Ég er búinn að eyðileggja 3 gemsa á sjó með "saltpækli" sem hefur komist inn í þá. Einn síminn (Samsung) átti að vera vatnsheldur en gaf sig fyrir rest, það gæti t.d. verið vegna sandkorna í þéttiköntum. Litlu rauðu þurrpokarnir fyrir síma hafa farið að leka hjá mér (2 stk.) í kantinum þar sem efnið er soðið saman, við það að vera rúllað saman þegar þeim er lokað, líklega of mörgum sinnum.
Ég var nú að kaupa aðra gerð af vatnsheldum símapoka, sem ekki þarf að rúlla saman og Hörður mælir með, það var hjá Aukaraf, Dalbrekku 16 Kóp. og var verðið kr. 3.900,-
Kv. GHF.