Þetta var bara fínt og veðrið á rólinu 8-12 m/s gæti ég trúað og eitthvað verra í hviðum. Við Örlygur, Hörður og Gunnar Ingi rerum fram hjá Veltuvík og upp í vindinn að Þerney, en aldan kom inn sundið og því á vinstri hlið okkar um 45° frá stefni. Við rerum allt hvað af tók til að komast í skjó við Þerney, en Örsi dróst undarlega mikið aftur úr. Það kom þá í ljós að hann hafði verið að lesa manúalinn með sjókamerunni á leiðinni. Mér finnst presónulega betra að halla mér aftur á bak við svoleiðis iðju frekar en að vera að berjast móti fjúkandi öldu.
Heimleiðin var svo bara nokkuð skemmtileg og tók hana hver með sínum hætti. Enginn bauðst til að fara í sjóinn þannig að ekkert varð úr björgunaræfingu.
Kveðja,
GHF.