Mér finnst helst geta passað við þessa frásögn að þeir hafi farið niður í Fremri Emstruá, neðan við Botna skálann á gönguleiðinni til Þórsmerkur, niður með Botnaánni.
Þegar farið er yfir göngubrúna sést upp í Entu-skriðjökul og passar við það sem hann segir:
"The only place they could climb down to river level was in an offshoot canyon. The tributary river in this gorge rushed from the glacier behind us to join the Markarfljót."
Þarna fyrir ofan ármótin er gljúfrið dýpst og er vinsælt að skoða það í stuttu göngufæri frá Botnaskála. Neðan við ármótin er gljúfrið svo miklu grynnra.
Líklegur staður, án þess að ég hafi skoðað þá uppgönguleið, er við Bjórgil og þá hefur vegalengdin í þessari ferð verið um 4 km
Kv. GHF.