Við skruppum nokkrir klúbbfélagar í sunnudagsróður í dag. Þeir sem réru voru Ég, Páll, Rúnar, Sveinn Axel, Gunni og Gísli HF. Við lögðum af stað frá Höfnum kl 10 í morgun og vorum komnir í Keflavík um kl. hálf fimm ef 32 km róður. Alla leiðina að Garðskaga fengum við nokkuð sléttan sjó og hliðarvind en restina af ferðinni var smá alda. Frá Garðskaga að Keflavík gátum við leikið okkur megnið af leiðinni í rockhoppi og hellaskoðun. Það á reyndar eftir að kosta mig amk eitt kvöld í gel-coat vinnu á kayaknum en vel þess virði því að þetta var virkilega skemmtilegur róður.
nokkrar myndir hér
picasaweb.google.com/Kayakmyndir/HafnirKeflavik3Okt2010#